Aflahæstu bátar yfir 21 BT árið 2022


Þá er það flokkurinn sem við vissum alltaf hvaða bátur yrði aflahæstur og fór það aldrei neitt á milli mála.

Allir bátarnir á þessum list voru á línu nema Ebbi AK sem líka var á netum og Sæbjúgu.

Öðlingur SU réri bara hlut af árinu en hann fór síðan til Njarðvíkur þar sem verið var að lengja bátinn.

eins og sést að neðan þá voru 16 bátar sem yfir eitt þúsund tonn náðu og mjög margir bátar voru með meira enn 10 tonn í róðri 
að meðaltali.  

Rétt er að hafa í huga að það eru tveir bátar sem eru með nafnið Særif SH og Indriði Kristins BA
Nýr Indriði Kristins BA kom , en gamli báturinn var seldur til Rifs og fékk þar nafnið Særif SH
Ef aflinn bátanna er reiknaður og miðað við nöfn bátanna.
Þá var Særif SH með 1605,1 tonn'
Indriði Kristins BA 1745,5 tonn.

Ef við lítum á Einhamarsbátanna, þá var samanlagður afli þeirra alls 4653 tonn
og bátar Loðnuvinnslunar voru með samtals 4911 tonn, en það eru bátarnir SAndfell SU og Hafrafell SU.
Báðir þessir bátar voru í topp 2 sætunum og Sandfell SU var sem fyrr aflahæstur eins og árið 2021
Ykkar skoðun

 Í þessum flokki var EKKI spurt um hver yrði aflahæstur, heldur hver yrði ´númer 2. og jú þið höfðuð mikla trú á Hafrafellinu SU, 
því að 50% sögðu að Hafrafell SU yrði númer 2, og 15% að Tryggvi Eðvarðs SH yrði númer 2.

Það voru reyndar tvær aukaspurningar líka
Sú fyrri var, Hvaða bátur af þeim sem landa að mestu í heimahöfn á Vestfjörðum yrði aflahæstur, 
og þarna var valið á milli Fríðu Dagmars ÍS, Jónínu Brynju ÍS og Einars Guðnassonar ÍS
45% giskuðu á Einar, 39% á Fríðu og 16% á Jónínu en það var Einar sem varð aflahæstur

Hin auka spurninginn var, Hvaða Einhamarsbátur yrði aflahæstur.
og þarna var valið á milli Auðar, Gísla og Vésteins GK.
af þessum bátum þá var Auður Vésteins SU aflahæstur, en aðeins með 20 tonna meiri afla en Gísli Súrsson GK
og munurinn hjá ykkur var líka lítill
því að 39,3 % sögðu að Gísli Súrsson GK yrði hæstur, og 38,3 % að Auður Vésteins SU yrði hæstur.



Sandfell SU Mynd Gísli Reynisson 


Sæti sknr Nafn Afli Landanir Meðalafli Veiðarfæri
25 2737 Ebbi AK 37 301.10 53 5,6 Sæbjúga, Net, Lína
24 2959 Öðlingur SU 19 460.60 64 7.20 lína
23 2999 Hulda GK 17 661.80 94 7,1 lína
22 2822 Særif SH 25 684.40 57 12.10 lína
21 3007 Indriði Kristins BA 751 763.30 49 15,5 lína
20 2704 Bíldsey SH 65 881.10 74 11.90 lína
19 2947 Særif SH 25 920.70 69 13,3 lína
18 2714 Sævík GK 757 923.20 122 7.60 lína
17 2947 Indriði Kristins BA 751 982.20 72 13.60 lína
16 2902 Stakkhamar SH 220 1093.20 113 9.60 lína
15 2908 Vésteinn GK 88 1187.10 106 11,1 lína
14 2842 Óli á Stað GK 99 1278.10 174 7,3 lína
13 2911 Gullhólmi SH 201 1413.30 110 12,8 lína
12 2995 Háey I ÞH 295 1568.60 127 12,3 lína
11 2880 Vigur SF 80 1589.80 125 12,7 lína
10 2860 Kristinn HU 812 1716.60 167 10,2 lína
9 2878 Gísli Súrsson GK 8 1720.30 170 10,1 lína
8 2888 Auður Vésteins SU 88 1745.80 162 10,8 lína
7 2868 Jónína Brynja ÍS 55 1779.10 216 8,2 lína
6 2817 Fríða Dagmar ÍS 103 1808.30 215 8,4 lína
5 2997 Einar Guðnason ÍS 303 1872.90 158 11,8 lína
4 2400 Tryggvi Eðvarðs SH 2 1954.50 131 14.90 lína
3 2961 Kristján HF 100 2066.90 151 13.60 lína
2 2912 Hafrafell SU 65 2293.60 197 11,6 lína
1 2841 Sandfell SU 75 2617.10 203 12,8 Lína