Aflahæstu bátar yfir 21 BT árið 2023
þá eru það bátarnir yfir 21 bt, en þeir voru alls 23 , en reyndar þá skipti einn báturinn um nafn og er á þessum
lista undir tveimur nöfnun
2999, Hulda GK og 2999 Dúddi Gísla GK
Árið 2022 þá voru 16 bátar sem yfir eitt þúsund tonn veiddu,
en árið 2023 þá voru bátarnir 17
aftur á móti þá árið 2022 þá voru aðeins þrír bátar sem veiddu yfir 2000 tonnin ,
enn þeim fjölgaði töluvert árið 2023, því að bátarnir voru sex sem yfir 2000 tonnin náðu
Ef þið viljið skoða listann fyrir árið 2022, ÞÁ GETIÐ ÞIÐ SMELLT HÉRNA TIL ÞESS AÐ SJÁ ÞANN LISTA
áhöfnin á Einari Guðnasyni ÍS frá Suðureyri átti feikilega gott ár, árið 2023
því þeir juku afla sinn um 615 tonn og gerðu sér lítið fyrir og lentu í öðru sætinu fyrir árið 2023
En á toppnum eins og árið 2022 var Sandfell SU en þó með aðeins minni afla enn árið 2022.
34 tonnum minni afla og einum róðri færra árið 2023, enn árið 2022.
Ykkar skoðun
Það voru nokkrar spurningar í þessum flokki.
1. fyrst var spurt hversu margir bátar í þessum flokki myndu ná yfir 2000 tonna afla
þeir voru 6.
og það voru aðeins 14% sem giskuðu á 6 báta
34% voru með 2 báta, 38% voru með 4 báta
enn 6 bátar verður nú að teljast mjög gott og kemur nokkuð á óvart
Spurning 2. var hvaða ÍS bátur verður aflahæstur í þessum flokki árið 2023?
og já þið höfðuð mikla trú á strákunum á Einar Guðnasyni ÍS því 60% völdu hann
20% Fríðu Dagmar ÍS og 19% Jónínu Brynju ÍS
Og síðasta spurninginn var , hvaða bátur yrði aflahæstur
Og já kemur ekki á óvart enn 54% völdu Sandfell SU,
21% Hafrafell SU
13,3 % Tryggva Eðvarðs SH
og aðeins 12,4 % Einar Guðfinnsson ÍS
Sandfell SU mynd Jóhann Ragnarsson
Sæti | Sæti árið 2022 | Sknr | Nafn | Afli | Landanir | Veiðarfæri | Meðalafli |
24 | 23 | 2999 | Hulda GK 17 | 115.4 | 16 | Lína | 7.2 |
23 | 25 | 2737 | Ebbi AK 37 | 312.6 | 50 | Net, Sæbjúga | 6.2 |
22 | 2999 | Dúddi Gísla GK 48 | 477.7 | 67 | lína | 7.1 | |
21 | 20 | 2704 | Bíldsey SH 65 | 769.8 | 60 | lína | 12.9 |
20 | 24 | 2959 | Öðlingur SU 19 | 771.9 | 65 | lína | 11.8 |
19 | 15 | 2908 | Vésteinn GK 88 | 885.9 | 74 | lína | 11.9 |
18 | 13 | 2911 | Gullhólmi SH 201 | 925.4 | 67 | lína | 13.8 |
17 | 18 | 2714 | Sævík GK 757 | 1077.8 | 117 | lína | 9.2 |
16 | 14 | 2842 | Óli á Stað GK 99 | 1185.7 | 153 | lína | 7.7 |
15 | 12 | 2995 | Háey I ÞH 295 | 1403.4 | 114 | lína | 12.3 |
14 | 19 | 2947 | Særif SH 25 | 1450.0 | 90 | lína | 16.1 |
13 | 16 | 2902 | Stakkhamar SH 220 | 1452.1 | 134 | lína | 10.8 |
12 | 9 | 2878 | Gísli Súrsson GK 8 | 1560.5 | 138 | lína | 11.3 |
11 | 8 | 2888 | Auður Vésteins SU 88 | 1570.4 | 148 | lína | 10.6 |
10 | 11 | 2880 | Vigur SF 80 | 1614.3 | 121 | lína | 13.3 |
9 | 10 | 2860 | Kristinn HU 812 | 1768.5 | 158 | lína | 11.2 |
8 | 6 | 2817 | Fríða Dagmar ÍS 103 | 1794.8 | 195 | lína | 9.2 |
7 | 7 | 2868 | Jónína Brynja ÍS 55 | 1799.8 | 190 | lína | 9.5 |
6 | 17 | 3007 | Indriði Kristins BA 751 | 2021.4 | 135 | lína | 14.9 |
5 | 3 | 2961 | Kristján HF 100 | 2097.1 | 151 | lína | 13.4 |
4 | 4 | 2400 | Tryggvi Eðvarðs SH 2 | 2234.5 | 159 | lína | 14.1 |
3 | 2 | 2912 | Hafrafell SU 65 | 2373.3 | 203 | lína | 11.6 |
2 | 5 | 2997 | Einar Guðnason ÍS 303 | 2486.9 | 200 | lína | 12.4 |
1 | 1 | 2841 | Sandfell SU 75 | 2583.3 | 202 | lína | 12.8 |