Aflahæstu bátarnir árið 2023, ( með fleiri enn eitt veiðarfæri)


Árið 2023 þá voru nokkrir bátar, sem skiptu um veiðarfæri, og er þá ekki verið að tala 
um togaranna, uppsjávarskipin eða þá smábátanna.

það var oft á árum áður að bátar voru á allt upp í fjórum veiðarfærum yfir árið.  t.d Línu, Net, Humar, Troll, 

Árið 2023 þá voru flestir bátanna sem  skiptu um veiðarfæri

bátar sem voru á dragnót og skiptu síðan yfir á netin.

tveir bátanna voru á dragnót og skiptu yfir á rækju, Ásdís ÍS og Egill ÍS 

Einn bátur fór á þrjú veiðarfæri

Jökull ÞH,  hann byrjaði á netum,  fór síðan á grálúðunet og endaði svo árið 2023 á línu með beitningavél

en það var Bárður SH sem var langhæstur af þessum bátum og hann var líka sá bátur sem réri langoftast

fór í alls 224 róðra, og það voru einungis nokkrir stórir línubátar sem voru með meiri ársafla árið 2023 

enn Bárður SH var með árið 2023 


Bárður SH mynd Vigfús Markússon

Sæti sknr Nafn Afli Róðrar Meðalafli Veiðarfæri
13 2737 Ebbi AK 37 312.6 50 6.3 Net,Sæbjúga
12 1102 Reginn ÁR 228 548.4 102 5.4 dragnót, Net
11 173 Sigurður Ólafsson SF 44 1061.7 74 14.3 Net, Troll
10 2940 Hafborg EA 152 1243.8 95 13.1 Dragnót, Net
9 1343 Magnús SH 205 1354.3 91 14.9 dragnót, Net
8 2340 Egill ÍS 77 1495.4 131 11.4 Dragnót, Rækja
7 1304 Ólafur Bjarnason SH 137 1573.8 131 12.1 dragnót, Net
6 2313 Ásdís ÍS 2 1616.8 150 10.8 Dragnót, Rækja
5 1028 Saxhamar SH 50 1695.3 104 16.3 Dragnót, Net
4 2408 Geir ÞH 150 1837.4 127 14.5 dragnót, Net
3 2991 Jökull ÞH 299 2025.5 35 57.8 Net, Grálúðunet, Lína
2 2936 Þórsnes SH 109 2777.8 47 59.1 Net, Grálúðunet
1 2965 Bárður SH 81 4361.5 224 19.5 dragnót, Net