Aflahæstu bátarnir yfir 21 BT árið 2025

Það má alveg segja að árið 2025 hafi verið mjög gott fyrir þennan flokk báta


þeir réru frekar stíft enda eru margir bátanna með tvær áhafnir og eru þá iðulega skiptin

þannig að róið er 10 daga og 10 daga í fríi

margir af bátunum eru líka að leggja tvær lagnir í túr og það skýrir afhverju það eru 

aðeins þrír bátar sem fór yfir 200 róðra á árinu 2025.

þessir þrír bátar eru allir ÍS bátar.  Jónína Brynja ÍS,  Fríða Dagmar ÍS og Einar Guðnason ÍS 

Alls voru 20 bátar sem náðu yfir eitt þúsund tonna afla  á árinu 

og ansi margir af þeim gerðu betur en það því að sex bátar komust yfir tvö þúsund tonna afla á árinu 2025

Óli á Stað GK átti feikilega gott ár, og er þetta fyrsta árið sem að báturinn er með meiri afla 

en systurbáturinn Sandfell SU, en  Undanfarin ár þá hefur Sandfell SU verið með aflahæstu eða aflahæsti báturinn 

enda jók Óli á Stað GK afla sinn um hátt í 500 tonn, en á sama tíma þá var Gísli Súrsson GK með 500 tonna minni afla árið 2025 

en árið 2024.

Þið getið skoðað árið 2024 hérna til að fá samanburð

Háey I ÞH var með mesta meðalaflann á árinu eða rúm 16 tonn í róðri,

Það var aftur á móti Einar Guðnason ÍS frá Suðureyri sem endaði aflahæsti báturinn árið 2025  

með rúmlega 170 tonnum meiri afla en Kristján HF sem var í öðru sæti

svo Einar Guðnason ÍS aflahæsti bátuirnn árið 2025

Einar Guðnason ÍS mynd Suðureyrarhöfn


Sæti Sknr Nafn Afli Landanir Veiðarfæri Meðalafli
28 3020 Guðbjörg GK 9 106.5 14 Lína 7.6
27 1907 Emma Rós KE - 16 178.8 77 Net 2.3
26 1848 Sjöfn SH - 4 181.7 91 Plógur,Gildra 1.9
25 2705 Sæþór EA 101 196.7 81 Net 2.4
24 1887 Máni II ÁR 7 384.8 81 Lína 4.8
23 2959 Öðlingur SU 19 550.5 43 Lína 12.8
22 2457 Hópsnes GK 77 796.4 111 Lína 7.2
21 2999 Dúddi Gísla GK 48 887.4 116 Lína 7.6
20 2878 Gísli Súrsson GK 8 1012.9 90 Lína 11.3
19 2704 Bíldsey SH 65 1128.8 72 Lína 15.7
18 2947 Særif SH 25 1193.2 92 Lína 12.9
17 2908 Vésteinn GK 88 1415.0 129 Lína 10.9
16 2911 Gullhólmi SH 201 1452.4 94 Lína 15.4
15 2880 Vigur SF 80 1486.9 109 Lína 13.6
14 2860 Kristinn HU 812 1638.1 144 Lína 11.4
13 2902 Stakkhamar SH 220 1663.6 153 Lína 10.9
12 2714 Fjølnir GK 757 1674.0 184 Lína 9.1
11 2868 Jónína Brynja ÍS 55 1773.9 208 Lína 8.5
10 2817 Fríða Dagmar ÍS 103 1822.2 212 Lína 8.6
9 2841 Sandfell SU 75 1848.4 167 Lína 11.1
8 2888 Auður Vésteins SU 88 1856.0 161 Lína 11.3
7 2842 Óli á Stað GK 99 1923.2 177 Lína 10.9
6 2995 Háey I ÞH 295 2002.3 124 Lína 16.2
5 2400 Tryggvi Eðvarðs SH 2 2048.3 182 Lína 11.3
4 3007 Indriði Kristins BA 751 2066.1 164 Lína 12.6
3 2912 Hafrafell SU 65 2121.5 182 Lína 11.7
2 2961 Kristján HF 100 2236.6 187 Lína 11.9
1 2997 Einar Guðnason ÍS 303 2405.3 213 Lína 11.3