Aflahæstu dragnótabátar árið 2015



mjög seint þessi listi að koma enn kemur engu að síður.   ansi gott ár hjá dragnótabátunum 


Reyndar þegar listinn er skoðaður þá eru í það minnsta tveir bátar hættir veiðum og verða því ekki með á listanum fyrir aflahæstu dragnótabátanna árið 2016.   Það eru Arnar ÁR og Markús HF.

Frekar lítill munur er á efstu bátunum enn Hásteinn ÁR endaði aflahæstur og kemur það kanski ekki á óvart.

Heiðursætið á listanum skipar svo Harpa HU frá Hvammstanga

Miklar kvótafærslur á tvo ÍS báta
kanski mesta athygli vekur að Egill ÍS sem er nú með minnstu dragnótabátunum skuli ná þetta gríðarlega hátt á listanum enn báturinn náði í sæti númer 3 og ekki nóg með það, heldur með yfir 11 tonn í róðri að meðaltali sem er ansi gott á ekki stærri báti.    nokkurt magn af kvóta var fært á Egil ÍS eða um 600 tonn

Sömuleiðis er árangur Ásdísar ÍS mjög merkilegur.   mjög stór hluti af þessum 1069 tonnum sem að Ásdís ÍS veiddi voru leigð á bátinn.



Hásteinn ÁR mynd Guðmundur Rafn Guðmundsson


Sæti Nafn Afli Róðrar Meðalafli
30 Harpa HU 4 298.1 86 3.46
29 Maggý VE 108 304.9 43 7.09
28 Fróði II ÁR 38 312.6 13 24.04
27 Reginn ÁR 228 363.9 71 5.12
26 Markús HF 388.4 46 8.44
25 Þorleifur EA 88 402.1 77 5.22
24 Geir ÞH 429.1 44 9.75
23 Njáll RE 275 430.6 93 4.63
22 Ólafur Bjarnason SH 137 558.4 71 7.86
21 Matthías SH 21 679.4 47 14.45
20 Jóhanna ÁR 206 687.8 66 10.41
19 Sveinbjörn Jakobsson SH 10 697.6 99 7.04
18 Magnús SH 718.5 57 12.61
17 Arnar ÁR 55 743.5 26 28.59
16 Siggi Bjarna GK 749.6 81 9.25
15 Aðalbjörg RE 5 805.2 113 7.12
14 Gunnar Bjarnason SH 122 814.3 110 7.41
13 Rifsari SH 70 857.2 62 13.82
12 Esjar SH 75 882.7 86 10.26
11 Egill SH 195 903.8 79 11.44
10 Arnþór GK 20 941.9 121 7.78
9 Benni Sæm GK 26 959.6 120 7.99
8 Guðmundur Jensson SH 717 1057.2 85 12.43
7 Ásdís ÍS 2 1068.8 101 10.58
6 Örn GK 114 1084.6 116 9.35
5 Hvanney SF 51 1183.8 48 24.62
4 Sigurfari GK 138 1212.4 116 10.45
3 Egill ÍS 77 1277.1 113 11.31
2 Steinunn SH 167 1536.3 81 18.96
1 Hásteinn ÁR 8 1574.3 79 19.92