Aflahæstu dragnótabátar í mars.1995


Ansi gaman að skoða hvernig þetta var í mars árið 1995.  þarna var eins og hefur komið fram mokveiði 

hjá netabátunum.  enn veiði dragnótabátanna var líka góð, og það er kanski merkilegast við þennan lista

er að aðeins einn bátur er frá snæfellsnesi á þessum lista,

ein af skýringunum á því er að margir bátanna voru komnir yfir á rækjuveiðar og hin er sú að dragnótaveiði

í mars við snæfellsnesið var frekar léleg.

þarna á þessum lista eru nokkur  nöfn sem við höfum ekki séð áður, t.d Jónína Jónsdóttir SF og Sigurður Lárusson SF

nokkrir bátar voru á útilegu og eru þeir merktir sérstaklega

Minnsti báturinn á þessum lista er örugglega Guðbjörg GK án þess að ég hafi kannað það sérstaklega,


Benni Sæm GK mynd Kristján Kristjánsson

Sæti sknr Nafn Afli Landanir mest Höfn
1 1084 Friðrik Sigurðsson ÁR 261.6 9 51.5 Þorlákshöfn Útilega
2 1056 Arnar ÁR 220.1 4 75.9 Þorlákshöfn útilega
3 249 Hafnarröst ÁR 203.8 3 74.5 Þorlákshöfn útilega
4 84 Kristbjörg VE 196.9 7 49.3 Vestmannaeyjar útilega
5 1639 Dalaröst ÁR 181.1 10 25.1 Þorlákshöfn
6 250 Skinney SF 177.3 12 24.6 Hornafjörður
7 10 Fróði ÁR 172.8 11 25.1 Þorlákshöfn
8 1426 Hvanney SF 167.9 11 30.8 Hornafjörður
9 1812 Sandafell HF 165.1 20 22.6 Sandgerði
10 1562 Jón á Hofi ÁR 156.3 3 79.5 Þorlákshöfn útilega
11 1305 Benni Sæm GK 155.1 20 21.1 Sandgerði
12 1968 Arnar KE 127.3 20 12.6 Sandgerði
13 1625 Jónína Jónsdóttir SF 117.2 3 62.2 Hornafjörður útilega
14 11 Freyr ÁR 116.9 8 28.2 Þorlákshöfn
15 1575 Njáll RE 114.2 20 19.2 Sandgerði
16 1043 Sigurður Lárusson SF 110.8 5 23.3 Hornafjörður
17 1475 Eyvindur KE 108.3 18 11.8 Sandgerði
18 1438 Haförn KE 103.6 19 12.1 sandgerði
19 311 Baldur GK 100.1 19 16.1 Sandgerði
20 1636 Farsæll GK 99.9 20 12.1 Grindavík
21 1075 Andri KE 97.4 21 11.3 Sandgerði
22 2150 Rúna RE 94.4 17 8.7 Sandgerði
23 1269 Aðalbjörg II RE 92.9 19 9.1 Sandgerði
24 1430 Ægir Jóhannsson ÞH 87.2 17 9.6 Sandgerði
25 1499 Sæljón RE 87.1 20 16.1 Sandgerði
26 1990 Þröstur RE 85.5 18 11.9 Grindavík
27 1755 Aðalbjörg RE 83.8 17 11.2 Sandgerði
28 1262 Guðbjörg GK 59.4 15 11.5 Sandgerði
29 1134 Steinunn SH 59.2 15 14.3 Ólafsvík
30 399 Kári GK 44.9 15 9.7 Grindavík