Aflahæstu Dragnótabátarnir árið 2019
Árið 2019 var nokkuð gott hjá dragnótabátunum ,
alls lönduðu þeir um 31 þúsund tonna afla og eru um 40 bátar á skrá,
Reyndar var Tjálfi SU smábáturinn líka að hluta á Dragnótaveiðum frá Djúpavogi og er hann minnsti dragnótabáturinn á landinu,
Hérna að neðan má sjá listann yfir aflann hjá bátunum og voru alls 10 þeirra sem yfir eitt þúsund tonn náðu
reyndar eru nokkrir bátar þarna sem voru líka á öðrum veiðum.
t.d Magnús SH, Ólafur Bjarnason SH og SAxhamar SH sem allir voru líka á netum,
Fróði II ÁR var á trolli og humri, enn fór á dragnótina um haustið 2019.
Nesfisksbátarnir áttu ansi gott ár því allir bátarnir þeirra náðu inn á topp 5.
Ykkar skoðun
þið höfðuð rétt fyrir ykkur því 40% giskuðu á að Hásteinn ÁR yrði aflahæstur. þar á eftir kom Steinunn SH með 31% og Sigurfari GK með 14 %.
Þið voruð líka spurð af því hvaða bátur réri oftast,
flestir giskuðu á Sigga Bjarna GK eða 40 %, þar á eftir Ásdís ÍS með 31% og síðan Onni HU 15 %.
Ásdís ÍS var sá bátur sem oftast réri eða 171 róður, þar á eftir kom Benni Sæm GK með 163 róðra
Bátaflækjur
Rétt er að taka fram að aflinn hjá Sigurfara GK er samanlagður afli bæði af gamla og nýja Sigurfara GK,
sama á við um Jóhönnu ÁR en það er samanlagður afli af Gamla og nýja bátnum,
Reyndar má benda á að Hvanney SF sem er þarna á listanum er nýi Sigurfari GK, og á þann bát komu um 1100 tonn sem er samanlagður afli af
Hvanney SF og Sigurfara GK
Aflahæsti dragnóbáturinn var Hásteinn ÁR en það má geta þess að hann réri ekkert í desember,
Hásteinn ÁR mynd Grétar Þorgeirsson
Sæti | Nafn | Afli | Landanir | Meðalafli |
38 | Ragnar Þorsteinsson ÍS 121 | 68.6 | 19 | 3.6 |
37 | Njáll ÓF 275 | 159.5 | 36 | 4.4 |
36 | Páll Helgi ÍS 142 | 187.3 | 63 | 2.9 |
35 | Harpa HU 4 | 209.7 | 41 | 5.1 |
34 | Sæbjörg EA 184 | 238.5 | 43 | 5.5 |
33 | Grímsey ST 2 | 277.3 | 46 | 6.1 |
32 | Fróði II ÁR 38 | 300.4 | 12 | 25.1 |
31 | Haförn ÞH 26 | 311.6 | 51 | 6.1 |
30 | Reginn ÁR 228 | 339.8 | 69 | 4.9 |
29 | Jóhanna ÁR 206 | 425.2 | 52 | 8.2 |
28 | Hafrún HU 12 | 467.9 | 62 | 7.5 |
27 | Leynir SH 120 | 552.9 | 50 | 11.1 |
26 | Maggý VE 108 | 626.6 | 86 | 7.3 |
25 | Hafborg EA 152 | 666.5 | 57 | 11.7 |
24 | Onni HU 36 | 669.9 | 124 | 5.4 |
23 | Geir ÞH 150 | 673.3 | 71 | 9.5 |
22 | Sveinbjörn Jakobsson SH 10 | 680.1 | 89 | 7.6 |
21 | Ólafur Bjarnason SH 137 | 708.5 | 96 | 7.3 |
20 | Ísey ÁR 11 | 723.3 | 78 | 9.2 |
19 | Matthías SH 21 | 741.1 | 81 | 9.1 |
18 | Gunnar Bjarnason SH 122 | 786.7 | 105 | 7.4 |
17 | Guðmundur Jensson SH 717 | 827.1 | 93 | 8.8 |
16 | Finnbjörn ÍS 68 | 836.1 | 103 | 8.1 |
15 | Hvanney SF 51 | 850.7 | 26 | 32.7 |
14 | Þorlákur ÍS 15 | 927.3 | 97 | 9.5 |
13 | Saxhamar SH 50 | 927.6 | 81 | 11.4 |
12 | Aðalbjörg RE 5 | 966.3 | 128 | 7.5 |
11 | Esjar SH 75 | 992.9 | 107 | 9.2 |
10 | Magnús SH 205 | 1006.1 | 83 | 12.1 |
9 | Rifsari SH 70 | 1051.5 | 94 | 11.1 |
8 | Egill SH 195 | 1103.4 | 107 | 10.3 |
7 | Egill ÍS 77 | 1327.8 | 122 | 10.9 |
6 | Ásdís ÍS 2 | 1449.7 | 171 | 8.7 |
5 | Steinunn SH 167 | 1640.5 | 116 | 14.1 |
4 | Benni Sæm GK 26 | 1663.1 | 163 | 10.2 |
3 | Sigurfari GK 138 | 1780.7 | 141 | 12.6 |
2 | Siggi Bjarna GK 5 | 1862.8 | 159 | 11.7 |
1 | Hásteinn ÁR 8 | 1877.2 | 74 | 25.3 |