Aflahæstu færabátarnir í sept.1983
Nú breytum við aðeins til og skoðum aflahæstu handfærabátanna í september árið 1983,
þetta er nokkuð merkilegt að skoða.
og t.d sést að efstu 7 bátarnir eru allir frá Grindavík og Sandgerði og var uppistaðan í aflanum hjá þeim öllum
ufsi, og voru þeir þá við veiðar svo til á svipuðum slóðum, í kringum Eldey
Þarna eru bátar sem ansi þekktir skipstjórnarmenn voru með. t.d Palli sem var með FRam KE
og síðan handfærakóngarnir, Stjáni á Skúmi RE og Svanur á Birgi RE
Eins og sést þá eru 3 bátar sem yfir 40 tonnin náðu og það er nú feikilega góður handfæraafli á einum mánuði
séstaklega hjá Fram KE sem var hæstur með um 49 tonna afla,
á þessum lista eru líka tveir bátar Hrappur KE og Hafsteinn SK. þessir bátar eru trillur, en á þessum tíma þá
voru allir bátar með skipaskrárnúmer enn minni bátar , trillurnar voru ekki með skipaskrárnúmer heldur
fengu þeir númer sem seinna meir var síðan breyttí skipaskrárnúmer.
t.d var Hrappur KE með 3304 og Hafsteinn SK 19 var með 2960.
Sæti | sknr | Nafn | Afli | Landanir | mest | Höfn |
20 | 335 | Þórarinn GK 35 | 10.6 | 8 | Grindavík | |
19 | 900 | Hafrún ÍS 252 | 10.9 | 10 | Bolungarvík | |
18 | 1660 | Lóa ÍS 8 | 11.9 | 14 | Bolungarvík | |
17 | 458 | Sigurörn ÍS 36 | 12.1 | 10 | Suðureyri | |
16 | 869 | Gísli Páll ÍS 41 | 12.5 | 7 | Þingeyri | |
15 | 1210 | Magnús EA 25 | 12.8 | 8 | Grímsey | |
14 | 781 | Fleygur KE 113 | 13.2 | 7 | Súðavík | |
13 | Trilla | Hafsteinn SK 19 | 13.7 | 14 | Hofsós | |
12 | 1511 | Sif ÍS 90 | 14.3 | 10 | 4.9 | Siglufjörður |
11 | 423 | Bliki GK 65 | 15.2 | 14 | Sandgerði | |
10 | Trilla | Hrappur KE 43 | 15.5 | 12 | 2.1 | Grindavík |
9 | 756 | Villi RE 96 | 16.3 | 15 | Grindavík | |
8 | 780 | Ver ÍS 120 | 17.1 | 4 | 5.9 | Ísafjörður |
7 | 1316 | Hergilsey NK 38 | 17.5 | 12 | Sandgerði | |
6 | 739 | Sigurbjörg ÞH 62 | 20.1 | 12 | Grindavík | |
5 | 524 | Hafliði ÁR 222 | 20.2 | 15 | Grindavík | |
4 | 1116 | Birgir RE 323 | 29.8 | 15 | 4.7 | Sandgerði |
3 | 1151 | Skúmur RE 90 | 40.3 | 20 | 5.7 | Sandgerði |
2 | 1377 | Gullfari HF 90 | 42.2 | 16 | 6.3 | Grindavík |
1 | 1271 | Fram KE 105 | 48.9 | 14 | 6.2 | Sandgerði |
Fram KE mynd Emil Páll