Aflahæstu færabátarnir í sept.1983

Nú breytum við aðeins til og skoðum aflahæstu handfærabátanna í september árið 1983,


þetta er nokkuð merkilegt að skoða.

og t.d sést að efstu 7 bátarnir eru allir frá Grindavík og Sandgerði og var uppistaðan í aflanum hjá þeim öllum 

ufsi, og voru þeir þá við veiðar svo til á svipuðum slóðum, í kringum Eldey

Þarna eru bátar sem ansi þekktir skipstjórnarmenn voru með.  t.d Palli sem var með FRam KE

og síðan handfærakóngarnir,  Stjáni á Skúmi RE og Svanur á Birgi RE

Eins og sést þá eru 3 bátar sem yfir 40 tonnin náðu og það er nú feikilega góður handfæraafli á einum mánuði

séstaklega hjá Fram KE sem var hæstur með um 49 tonna afla,

á þessum lista eru líka tveir bátar Hrappur KE og Hafsteinn SK.  þessir bátar eru trillur, en á þessum tíma þá 

voru allir bátar með skipaskrárnúmer enn minni bátar , trillurnar voru ekki með skipaskrárnúmer  heldur 

fengu þeir númer sem seinna meir var síðan breyttí skipaskrárnúmer.

t.d var Hrappur KE með 3304 og Hafsteinn SK 19 var með 2960. 





Sæti sknr Nafn Afli Landanir mest Höfn
20 335 Þórarinn GK 35 10.6 8
Grindavík
19 900 Hafrún ÍS 252 10.9 10
Bolungarvík
18 1660 Lóa ÍS 8 11.9 14
Bolungarvík
17 458 Sigurörn ÍS 36 12.1 10
Suðureyri
16 869 Gísli Páll ÍS 41 12.5 7
Þingeyri
15 1210 Magnús EA 25 12.8 8
Grímsey
14 781 Fleygur KE 113 13.2 7
Súðavík
13 Trilla Hafsteinn SK 19 13.7 14
Hofsós
12 1511 Sif ÍS 90 14.3 10 4.9 Siglufjörður
11 423 Bliki GK 65 15.2 14
Sandgerði
10 Trilla Hrappur KE 43 15.5 12 2.1 Grindavík
9 756 Villi RE 96 16.3 15
Grindavík
8 780 Ver ÍS 120 17.1 4 5.9 Ísafjörður
7 1316 Hergilsey NK 38 17.5 12
Sandgerði
6 739 Sigurbjörg ÞH 62 20.1 12
Grindavík
5 524 Hafliði ÁR 222 20.2 15
Grindavík
4 1116 Birgir RE 323 29.8 15 4.7 Sandgerði
3 1151 Skúmur RE 90 40.3 20 5.7 Sandgerði
2 1377 Gullfari HF 90 42.2 16 6.3 Grindavík
1 1271 Fram KE 105 48.9 14 6.2 Sandgerði


Fram KE mynd Emil Páll