Aflahæstu Grálúðunetabátarnir árið 2019

árið 2019 var nokkuð gott varðandi bátanna sem stunduðu veiðar á grálúðunni,


Samtals lönduðu bátarnir tæpum 8 þúsund tonnum af grálúðu eða nákvæmlega 7870 tonn,

þeir voru alls 6 bátarnir sem stunduðu þessar veiðar

og tveir nýir bátar fóru á grálúðuna árið 2019 sem höfðu ekki árið stundað þær veiðar,

voru það Hafborg EA og Sólborg RE  báðir að fiska í ís,

Anna EA og Kristrún RE voru þeir sem fiskuðu langmest og reyndar var Anna EA að fiska í ís, en Anna EA mun ekki stunda þessar veiðar 

árið 2020 því búið er að segja upp allri áhöfn bátsins

Þórsnes SH og Kristrún RE voru að frysta grálúðunaþ

 Ykkar skoðun

Þið voruð spurð hvaða grálúðunetabátur yrði aflahæstur árið 2019?

meirihlutinn eða 53% giskuðu á Kristrúnu RE, og 36 % giskuðu á Önnu EA.  þar á eftir kom síðan Þórsnes SH  með 8 %.

En jú þið höfðuð rétt fyrir ykkur.  

það var nefnilega Kristrún RE sem var aflahæstur en Anna EA var númer 2.


Kristrún RE mynd Vigfús Markússon




Sæti Nafn Afli Landanir Meðalafli
6 Hafborg EA 152 174.6 22 7.9
5 Sólborg RE 27 391.6 12 32.6
4 Kap II VE 7 552.8 24 23.1
3 Þórsnes SH 109 1385.8 12 115.4
2 Anna EA 305 2498.9 45 55.5
1 Kristrún RE 177 2866.7 16 179.1