Aflahæstu grálúðunetabátarnir árið 2024


Í gær þá var birtur listi yfir aflahæstu netabátanna árið 2024, og reyndar þá voru netabátarnir 
sem stunduðu veiðar á grálúðu í netum ekki með í netalistanum 

það voru þrír bátar sem voru á grálúðu veiðin á netum árið 2024, einn af þeim 
Kristrún RE var sá eini sem stundaði veiðar á grálúðu allt árið.

Þórsnes SH og Jökull ÞH voru báðir á þorksnetaveiðum um vertíðina

heildarveiðin árið 2024 hjá netabátunum var alls 5130 tonn 

og kemur kanski ekki á óvart að Kristrún RE hafi verið hæstur en hann var með 3022 tonn árið 2024

Ef afli bátanna grálúða plús netaaflinn er tekinn saman þá var Þórsnes SH með 3217 tonn afla og Jökull ÞH 1940 tonn


Kristrún RE mynd Þórður Birgisson


Sæti Sknr Nafn Afli Landanir Meðalafli
3 2991 Jökull ÞH 299 939.5 11 85.4
2 2936 Þórsnes SH 109 1168.7 11 106.2
1 3017 Kristrún RE 177 3022.4 15 201.5