Aflahæstu krókabátar í janúar árið 2005

Ég hef ansi gaman að grúska í aflatölum og hérna að neðan 

er listi yfir aflahæstu krókabátanna í janúar árið 2005 eða fyrir 19 árum síðan

þarna voru að koma til sögunnar 15 tonna bátarnir og þónokkuð margir af þeim bátum sem eru hérna á 

listanum að neðan eru 15 tonna bátar

þó  er rétt að vekja athygli að tveimur bátum sem eru inn á topp 10

en báðir þessir bátar voru töluvert mikið minni enn 15 tonn.

þetta eru Gísli SH og Særif SH, báðir bátarnir voru með yfir 75 tonna afla og 

alveg óhætt að segja að báðir þeir bátar hafi mokveitt

þónokkuð margir bátar náðu yfir 10 tonn í einni löndun , og átti Gyllir ÍS langstærstu löndunina eða 14,7 tonn

kemur svo sem ekki á óvart hvaða tveir bátar voru aflahæstur, Hrólfur Einarsson ÍS í sæti númer 2

og Guðmundur Einarsson ÍS á toppnum og náði að fara yfir 100 tonnin 

Narfi SU kom síðan númer 3, en hann var langt hæstur bátanna frá Austurlandinu.

læt annars lista tala sínu máli

og töluvert mikið af bátunum eru ennþá til árið 2024


Narfi SU mynd Ljósmyndari ókunnur

Sæti Sknr Nafn Afli Landanir Höfn Mest
42 2606 Kristbjörg ST-6 39.42 10 Drangsnes 5.5
41 2383 Dögg SF 18 40.20 8 Hornafjörður 8.2
40 2384 Glaður SH-226 40.50 12 Ólafsvík 4.5
39 2065 Sæunn Sæmundsdóttir ÁR 60 42.46 17 Þorlákshöfn 4.3
38 2510 Muggur GK 70 42.58 11 sandgerði 5.1
37 2631 Geisli SH-155 42.72 12 Ólafsvík 5.2
36 2418 Öðlingur SU-19 43.08 8 Djúpivogur 11.7
35 1637 Ebbi AK 37 43.99 15 Akranes 4.3
34 2315 Gunnar afi SH-474 44.68 14 Ólafsvík 5.7
33 2478 Dodda NS 2 45.15 12 Húsavík 4.9
32 2540 Ösp HF 210 46.91 12 Hafnarfjörður 6.2
31 2646 Guðbjörg ÍS-46 46.92 12 Ísafjörður 6.3
30 2145 Fanney SH-248 47.36 14 Arnarstapi 7.2
29 2640 Dúddi Gísla GK-48 47.63 11 Grindavík 5.8
28 2586 Alda HU 12 48.54 9 Skagaströnd 10.3
27 2553 Bjössi RE-277 48.85 11 Reykjavík 6.6
26 2585 Venni GK-167 49.04 12 sandgerði 5.9
25 1924 Kvika SH 369 50.41 12 Arnarstapi 6.1
24 2615 Steinunn ÍS-817 53.53 12 flateyri 7.3
23 2438 Friðfinnur ÍS-105 53.73 13 Flateyri 12.1
22 2008 Magnús Ingimarsson SH-301 54.24 15 Ólafsvík 5.1
21 2366 Auður Ósk ÍS-815 54.45 7 Flateyri 10.7
20 2515 Arnar KE 260 54.49 9 sandgerði 8.7
19 2153 Heiðrún SU-15 56.96 12 Stöðvarfjörður 6.1
18 2547 Siggi Bjartar ÍS-50 57.36 15 Bolungarvik 5.9
17 2622 Matthías SH-21 58.53 14 Rif 6.4
16 2617 Daðey GK-777 58.89 15 Sandgerði 4.9
15 2361 Hælsvík GK-350 58.95 14 Djúpivogur 6.5
14 2507 Olli SH 375 59.27 14 Ólafsvík 6.4
13 2579 Guðmundur á Hópi GK-204 60.49 11 Reykjavík 8.1
12 2581 Óli á Stað GK 99 62.39 14 sandgerði 7.3
11 2452 Gyllir ÍS-251 64.65 12 Flateyri 14.7
10 2574 Guðbjartur SH-45 67.24 18 Rif 6.5
9 2605 Ólafur HF-200 67.38 13 Hafnarfjörður 7.5
8 2614 Kristján ÍS-816 69.75 12 Flateyri 11.9
7 2580 Hópsnes GK-77 74.03 12 Sandgerði 10.8
6 2289 Særif SH 25 76.81 15 Rif 7.1
5 7121 Gísli SH-721 78.69 19 Ólafsvík, Arnarstapi 6.4
4 2560 Kristinn SH 112 87.29 15 Ólafsvík,Arnarstapi 10.2
3 2628 Narfi SU-68 89.64 16 Stöðvarfjörður 8.5
2 2565 Hrólfur Einarsson ÍS-255 98.44 21 bolungarvik 10.6
1 2570 Guðmundur Einarsson ÍS 108.66 21 Bolungarvik 9.2

Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisso