Aflahæstu línubátarnir , VE og Suðurnesin, Janúar 1967


Breytum aðeins til


var að klára að skrifa inn Janúar árið 1967 og ætla að sýna ykkur aflahæstu línubátanna á landinu skipt í nokkur svæði 

Hérna er svæði frá Vestmannaeyjum, og Suðurlandið, Suðurnesin og að Höfuðborgarsvæðinu,

Hérna var aflaskipið Sæbjörg VE aflahæstur línubátanna og sá eini á þessu svæði sem yfir 100 tonnin fór.  

Annars eru mörg þekkt  nöfn þarna t.d Gunnar Hámundarsson GK 

og Jón gunnlaugs GK sem lengi hét Hafnarberg RE

það ma´geta þess að línubátarnir sem réru frá Sandgerði og Keflavík lönduðu á báðum höfnunum en tekið 

er fram í töflunni sú höfn sem oftast var landað í.  





Sæbjörg VE mynd af heimaslod.is



Sæti Nafn Afli Landanir Höfn Meðalafli
1 Sæbjörg VE 56 102.6 17 Vestmannaeyjar 6.1
2 Þorbjörn GK 540 88.6 15 Grindavík 5.9
3 Manni KE 99 85.2 16 Keflavík 5.3
4 Freyja ÍS 364 81.7 16 Sandgerði 5.1
5 Gísli Lóðs GK 130 78.6 17 Hafnarfjörður 4.6
6 Magnús IV RE 18 76.7 14 Reykjavík 5.5
7 Gunnar Hámundarsson GK 75.8 16 Sandgerði 4.7
8 Vonin II GK 113 74.3 17 Sandgerði 4.3
9 Stígandi VE 776 73.3 12 Vestmannaeyjar 6.1
10 Hilmir KE 7 72.3 16 Keflavík 4.5
11 Ólafur II KE 179 71.7 15 Keflavík 4.8
12 Hagbarður ÞH 1 71.2 17 Keflavík 4.2
13 Þórkatla GK 97 68.1 15 Grindavík 4.5
14 Jón Oddson GK 14 66.5 11 Sandgerði 6.1
15 Víðir II GK 275 66.2 13 Sandgerði 5.1
16 Jón Gunnlaugs GK 444 64.4 17 Sandgerði 3.8
17 Kap II VE 4 64.3 14 Vestmannaeyjar 4.6
18 Benedikt Sæmundsson GK 28 56.8 15 Sandgerði 3.8
19 Stjarnan RE 3 56.1 14 Sandgerði 4.1
20 Stafnes GK 274 54.3 16 Sandgerði 3.9