Aflahæstu línubátarnir árið 2019


Nokkuð margir búnir að spyrja hvenær þessi listi kemur,

hann er ekki stór, aðeins 14 bátar á honum,

4 af þeim  náðu yfir fjögur þúsund tonn og vekur athygli að það eru allt bátar frá Vísi ehf í Grindavík,

Hrafn GK var aflahæstur bátanna frá Þorbirni ehf í Grindavík og vekur það nokkra athygli.  því yfirleitt hefur Sturla GK verið aflahæstur

af Þorbjarnarbátunum.

 Ykkar skoðun,

 Þið voru rosalega sammála um þetta.  68% sögðu að Jóhanna Gísladóttir GK myndi verða aflahæstur,

þar á eftir komu saman Páll Jónsson GK og Sighvatur GK báðir með 13%

Líka var spurt ,   Tjaldur SH nær ekki inná topp 5 hjá línubátunum, en í hvaða sæti lendir hann?

  39% sögðu 7 sætið,  27 % sögðu 6 sætið og 25 % sögðu 8 sætið,

Tjaldur SH
 enn já Tjaldur SH endaði í 6 sætinu og vantaði um 250 tonn til þess að  ná Kristínu GK sem var í sæti númer 5.

Jú þið höfðuð rétt fyrir ykkur,

Jóhanna Gísladóttir GK var aflahæstur árið 2019, og Sighvatur GK var um 34 tonnum á eftir Jóhönnu Gísladóttir GK , 

en á móti þá var Sighvatur GK  með mestan meðalafla.


Jóhanna Gísladóttir GK mynd Vigfús Markússon




Sæti Nafn Afli Landanir Meðalafli
14 Þórsnes SH 109 798.5 10 79.8
13 Núpur BA 69 2337.2 58 40.2
12 Hörður Björnsson ÞH 260 2679.1 49 54.6
11 Örvar SH 777 2748.2 47 58.4
10 Rifsnes SH 44 2854.5 51 55.9
9 Valdimar GK 195 3198.2 55 58.1
8 Sturla GK 12 3496.3 49 71.3
7 Hrafn GK 111 3543.8 50 70.8
6 Tjaldur SH 270 3641.5 55 66.2
5 Kristín GK 457 3891.3 50 77.8
4 Fjölnir GK 157 4093.6 46 88.9
3 Páll Jónsson GK 357 4299.9 49 87.7
2 Sighvatur GK 57 4470.8 41 109.1
1 Jóhanna Gísladóttir GK 557 4504.7 44 102.3