Aflahæstu línubátarnir árið 2021

Þá eru það stóru línubátarnir og það urðu þó nokkrar miklar breytingar á þessum flota árið 2021


fyrir það fyrsta þá hætti Hörður Björnsson ÞH í útgerð og Jökull ÞH tók við af honum,

Reyndar þá byrjaði Jökull ÞH á grálúðunetum og fór síðan á línuna um haustið 

Jóhanna Gísladóttir GK hætti veiðum í nóvember og togari með sama nafni tók við af línubátnum,

endirinn var vægast sagt óvæntur,

því að 1.desember 2021 þá var staðan þannig að Páll Jónsson GK var efstur og Sighvatur GK var nokkuð langt á eftir honum 

enn Sighvatur GK átti gríðarlega góðan desember mánuð þar sem að aflinn hjá honum fór í 552 tonn 

á meðan að aflinn hjá Páli var aðeins 275 tonn.

Þessi mokveiði hjá Sighvati GK í desember gerði það að verkum að báturinn komst á toppinn og þar með aflahæsti

línubáturinn árið 2021

 Könnun ársins.

Það voru 3 spurningar sem tengdust þessi flokki.

og fyrst var spurt hvaða línubátur yrði aflahæstur árið 2021

langflestir eða 59% sögðu að Páll Jónsson GK yrði hæstur,  hann var það, þangað til að kom að desember .

24% sögðu að Sighvatur GK yrði hæstur .

Spurning nr 2. var hvor línubáturinn af systurbátunum yrði hærri, Tjaldur SH eða Örvar SH?.

Það munaði nú ekki miklu á aflanum hjá þeim Tjaldur SH var með 3500 tonn og Örvar SH 3365 tonn.  

flestir sögðu að Tjaldur SH yrði hærri eða 73% og 27% að Örvar SH yrði hærri,

Síðan var spurt hversu margir línubátar myndu ná yfir 4000 tonnin?,.

Eins og sést að neðan þá voru þeir aðeins 2.

og já flestir eða 32% giskuður á að 2 myndu ná því.  24% giskuðu á að 3 myndu ná yfir 4000 tonn.  23% að einn bátur myndi ná yfir



Sæti sknr Nafn Afli Landanir Meðalafli
14 253 Hamar SH 224 760.1 29 26.2
13 264 Hörður Björnsson ÞH 260 798.5 15 53.2
12 1399 Patrekur BA 64 939.6 38 24.7
11 2991 Jökull ÞH 299 1027.4 15 68.5
10 1591 Núpur BA 69 2587.1 64 40.4
9 2847 Rifsnes SH 44 3022.1 54 55.9
8 1401 Hrafn GK 111 3283.6 44 74.6
7 2354 Valdimar GK 195 3333.3 42 79.4
6 2159 Örvar SH 777 3364.7 49 68.6
5 2158 Tjaldur SH 270 3499.8 52 67.3
4 1076 Jóhanna Gísladóttir GK 557 3564.8 36 99.1
3 1136 Fjölnir GK 157 3867.2 43 89.9
2 2957 Páll Jónsson GK 7 4612.2 47 98.1
1 1416 Sighvatur GK 57 4653.9 45 103.4


Sighvatur GK Mynd Elvar Jósefsson