Aflahæstu línubátarnir árið 2022
Þeim heldur áfram að fækka þessum stóru línubátum
því að Hrafn GK lauk veru sinni árið 2022, og þessi afli 921 tonn sem síðasti sem að báturinn landaði,
en hann endaði síðan í brotajárni
Eftir að Hrafn GK hvarf, þá er Þorbjörn með aðeins einn línubát núna í útgerð, Valdimar GK
Jökull ÞH var líka á grálúðunetum og netaveiðum, enn hérna er einungis línuaflinn hjá bátnum
fjórir bátar náðu yfir fjögur þúsund tonn afla
og voru það allt Vísis bátar og síðan Tjaldur SH.
Páll Jónsson GK endaði aflahæstur og hann var líka sá eini sem var með yfir 100 tonn í löndun að meðaltali,
Ykkar skoðun
Þið voruð spurð hvaða línubátur verður aflahæstur árið 2022
Jú þið höfðuð greinilega góða tilfinningu fyrir Páli Jónssyni GK
því að 51% giskuðu á að Páll Jónsson GK yrði aflahæstur
38% giskuðu á Sighvat GK
og 7% á Fjölnir GK
Páll Jónsson GK mynd Grímur Gíslason
Sæti | sknr | Nafn | Afli | Landanir | Meðalafli |
10 | 2991 | Jökull ÞH 299 | 896.4 | 11 | 81.5 |
9 | 1401 | Hrafn GK 111 | 921.1 | 12 | 76.8 |
8 | 1591 | Núpur BA 69 | 2527.1 | 53 | 47.7 |
7 | 2847 | Rifsnes SH 44 | 3297.8 | 43 | 76.7 |
6 | 2354 | Valdimar GK 195 | 3448.3 | 43 | 80.2 |
5 | 2159 | Örvar SH 777 | 3612.7 | 43 | 84.0 |
4 | 2158 | Tjaldur SH 270 | 4009.5 | 43 | 93.2 |
3 | 1136 | Fjölnir GK 157 | 4081.9 | 45 | 90.7 |
2 | 1416 | Sighvatur GK 57 | 4200.9 | 47 | 89.4 |
1 | 2957 | Páll Jónsson GK 7 | 4443.6 | 43 | 103.3 |