Aflahæstu línubátarnir árið 2023
Það hittir vel á að koma með þennan lista hérna
eftir mokveiðifréttina um Pál Jónsson GK sem hægt er að lesa hérna á síðunni
en hérna kemur listinn yfir aflahæstu línubátanna árið 2023
eins og sjá má þá fækkaði bátunum um einn, því að árið 2022, þá réri Hrafn GK vertíðina 2022,
enn var síðan lagt
rétt er að benda á að Jökull ÞH sem er í 9 sætinu, var líka á netaveiðum og grálúðunetaveiðum.
Miklir yfirburðir þriggja efstu bátanna
efstu þrír bátarnir voru með mikla yfirburði yfir aðra báta
og reyndar þá mun línubátunum fækka aftur núna árið 2024, því að Fjölnir GK
sem endaði í þriðja sætinu árið 2023, var síðan lagt og er hættur veiðum
enn tveir efstu bátarnir, vægast sagt ótrúlegt að sjá muninn á þeim
bæði Sighvatur GK og Páll Jónsson GK náðu báðir yfir 4700 tonna afla
og þegar upp var staðið þá munar aðeins 12 tonnum á þeim tveir, ótrúlegt
enn Sighvatur GK endaði sem aflahæsti línubátur ársins 2023, og báturinn var líka aflahæstur árið 2022
Ykkar skoðun og já heldur betur sem þið höfðuð enga trú á Sighvatsmönnum
Könnun ársins
Það var spurt um nokkra hluti varðandi línubátanna.
1. Fyrst var spurt hvaða SH bátur verður hæstur.
Eins og sést að neðan þá var Tjaldur SH hæstur
og 57% giskuðu á að Tjaldur SH yrði hæstur
26% að Rifsnes SH yrði hæstur
og 18% að Örvar SH yrði hæstur.
2. Síðan var spurt hversu margir bátar munu ná yfir 4000 tonna afla
Bátarnir voru þrír sem náðu því.
og já þið höfðuð það rétt líka því að 40% giskuðu á að 3 bátar myndu þá þvi
32% voru með að tveir bátar myndu ná yfir 4000 tonnin,
En það að Sighvatur GK yrði aflahæstur er algjörlega þvert á ykkar skoðanir
því að gríðarlegir yfirburðir voru á að Páll Jónsson GK yrði hæstur því að 76% giskuðu á það
enn nei það var áhöfnin á Sighvati sem var aflahæst, en aðeins 20% völdu það.
Svo Sighvats menn til hamingju með flott ár sem árið 2023 var
Sæti | Sæti árið 2022 | Sknr | Nafn | Afli | Landanir | Veiðarfæri | Meðalafli |
9 | 10 | 2991 | Jökull ÞH 299 | 836.4 | 12 | 69.7 | |
8 | 8 | 1591 | Núpur BA 69 | 2266.8 | 46 | 49.3 | |
7 | 7 | 2847 | Rifsnes SH 44 | 3293.8 | 39 | 84.4 | |
6 | 5 | 2159 | Örvar SH 777 | 3314.9 | 37 | 89.6 | |
5 | 6 | 2354 | Valdimar GK 195 | 3369.3 | 41 | 82.2 | |
4 | 4 | 2158 | Tjaldur SH 270 | 3824.2 | 42 | 91.1 | |
3 | 3 | 1136 | Fjölnir GK 157 | 4513.1 | 46 | 98.1 | |
2 | 2 | 2957 | Páll Jónsson GK 7 | 4740.6 | 43 | 110.3 | |
1 | 1 | 1416 | Sighvatur GK 57 | 4752.1 | 42 | 113.1 |
Sighvatur GK mynd Vigfús Markússon