Aflahæstu línubátarnir árið 2024
Þeim heldur áfram að fækka stóru línubátunum
og árið 2024, þá réri Valdimar GK út júní og hætti síðan veiðum og var lagt
allur kvótinn sem var á Valdimar GK var færður yfir á Hrafn Sveinbjarnarsson GK
eftir standa þá fimm bátar og af þessum fimm bátum þá eru tveir þeirra áberandi stærstir og öflugastir
þetta eru Vísis bátarnir Sighvatur GK og Páll Jónsson GK
báðir þessir bátar náðu yfir fimm þúsund tonna afla og báðir voru með yfir 110 tonn í meðalafla í róðri
á endanum var það þó Sighvatur GK sem endaði aflahæstur árið 2024
Ykkar skoðun,
það var spurt um tvo hluti í könnun ársins 2024
fyrst var spurt sérstaklega um Vísis bátanna, og stór meirihluti eða 70% kusu að Páll Jónsson GK yrði aflahæstur
30% að Sighvatur GK yrði hæstur, enn við vitum hver var hæstur
hin spurninginn var , hvaða bátur yrði þriðji hæsti báturinn á eftir Vísis bátunum
þið voru nú nokkuð með það rétt
því 49% sögðu að Tjaldur SH myndi vera númer 3, 42 % að Rifsnes SH yrði númer 3.
Sæti | Sknr | Nafn | Afli | Landanir | Meðalafli |
6 | 2354 | Valdimar GK 195 | 2679.6 | 33 | 81.2 |
5 | 2159 | Núpur BA 69 | 3046.0 | 52 | 58.6 |
4 | 2847 | Rifsnes SH 44 | 3504.2 | 44 | 79.6 |
3 | 2158 | Tjaldur SH 270 | 3930.2 | 45 | 87.3 |
2 | 2957 | Páll Jónsson GK 7 | 5368.8 | 47 | 114.2 |
1 | 1416 | Sighvatur GK 57 | 5464.7 | 46 | 118.8 |
Sighvatur GK mynd Vigfús Markússon
Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér
Gísli Reynisson. sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reyniss