Aflahæstu netabátarnir árið 2015.



gott að setja netalistann og dragnótalistann saman inn, vegna þess að ansi margir bátar á þessum lista eru líka á listanum yfir dragnótabátanna,
þeir eru 

Reginn ÁR
Ólafur Bjarnarson SH
Þorleifur EA
Geir ÞH
Hvanney SF.

Rétt er að vekja athygli á að aflinn hjá Kristrúnu RE er allt grálúða og frysti báturinn aflan um borð.

Þessi listi er nokkuð sérstakur því að hann tekur ekkert tillit til stærðar bátanna.  hérna höfum við allt frá 30 tonna plastbátum upp í nokkuð hundruð tonna báta að stærð.

Það var einmitt plastbáturinn Sæþór EA sem réri oftast allra netabátanna á árinu,

Maron GK réri líka mjög oft og má segja að Maron GK hafi verið eini stóri netabáturinn sem réri alla mánuði ársins,

Bátaflækjan hans Guðjóns Bragasonar
Rétt er að benda á smá flækju varðandi Steina Sigvalda GK,

Því að Guðjón Bragason skipstjóri á Steina Sigvalda GK þurfti að flakka nokkuð með áhöfn sína milli ´báta.

Hann byrjaði árið á Tjaldanesi GK enn þó aðeins í einn mánuð því að gírinn bilaði í bátnum og var honum því lagt
fór þá Guðjón  með áhöfn sína yfir á Happasæl KE og kláraði vertíðina á honum.

Hólmgrímur Sigvaldason sem gerir út Tjaldanes GK átti þá orðið Þórsnes II SH og var sá bátur tekinn í slipp í Njarðvík og lagaður mjög mikið til fékk hann svo nafnið Steini Sigvalda GK.
endaði Guðjón með áhöfn sína á þeim báti.

Samanlagður afli þessara þriggja báta var 651 tonn og hefði því Guðjón með alla sína þrjá báta endað í sæti númer 14.

Slagurinn um toppinn
Þórsnes SH var á toppnum alveg fram í desember enn þá komst Hvanney SF framm úr honum.  Þórsnes SH var ekki á netaveiðum um haustið enn það var Hvanney SF og hirti því toppinn af Þórsnesi SH:



Hvanney SF mynd Þorsteinn Guðmundsson



Sæti Nafn Afli Róðrar Meðalafli
30 Reginn ÁR 228 243.4 43 5.66
29 Þorsteinn ÞH 115 256.3 61 4.21
28 Sólrún EA 151 287.3 79 3.63
27 Haukaberg SH 20 313.9 36 8.71
26 Steini Sigvalda GK 331.5 63 5.26
25 Arnar SH 157 351.4 55 6.38
24 Gunnar Hámundarson GK 357 372.3 86 4.33
23 Katrín SH 575 404.5 88 4.59
22 Askur GK 65 418.1 128 3.26
21 Jökull ÞH 259 418.6 16 26.16
20 Sigurður Ólafsson SF 44 449.9 27 16.66
19 Ársæll ÁR 66 544.4 27 20.16
18 Ólafur Bjarnason SH 137 548.8 69 7.95
17 Þorleifur EA 88 602.1 105 5.73
16 Sæþór EA 101 603.3 201 3.01
15 Saxhamar SH 50 603.9 20 30.19
14 Brynjólfur VE 3 668.8 14 47.77
13 Geir ÞH 150 682.3 53 12.87
12 Maron GK 522 752.5 181 4.15
11 Skinney SF 20 814.1 26 31.31
10 Þórir SF 77 870.2 43 20.32
9 Friðrik Sigurðsson ÁR 17 873.6 60 14.56
8 Bárður SH 81 933.5 163 5.72
7 Kristrún RE 989.2 5 197.84
6 Magnús SH 205 1031.1 75 13.74
5 Grímsnes GK 555 1083.6 126 8.6
4 Erling KE 140 1163.9 61 19.08
3 Glófaxi VE 300 1194.9 81 14.75
2 Þórsnes SH 109 1323.1 45 29.41
1 Hvanney SF 51 1350.9 80 16.86