Aflahæstu netabátarnir árið 2017

Þá er komið að netabátunum .  þessi flokkur báta getur verið ansi stór.  því það eru grálúðunetabátarnir.  skötuselsnetabátarnir, þorsknetabátarnir og grálseppunetabátarnir.


Þessi list tekur á öllum þessum bátum nema grásleppunetabátanna.  því að það var sér listi yfir þá báta árið 2017.

Það sem var nokkuð öðruvísi með árið 2017 miðað við árið 2016 var fleiri bátar sem voru að stunda grálúðunetaveiðar.  því þeir voru alls 4.   Erling KE.  Kristrún RE.  Kap II VE og Þórsnes SH nýja.  Kristrún RE og Þórsnes SH nýja voru að frysta grálúðuna,

Einn útgerðaraðili stendur uppúr varðandi netabátanna og er það Hólmgrímur.  því netabátar á hans veiðum árið 2017 voru alls 7.

Halldór Afi GK
Keilir SI
Þorsteinn ÞH
Hraunsvík GK
Steini Sigvalda GK sem brann síðan í maí
Maron GK
Grímsnes GK

Alls lönduðu þessir bátar 3200 tonnum árið 2017.

Eins og þið sjáið á listanum þá eru tveir bátar á listanum sem heita Þórsnes SH.  og eru þeir aðgreindir sem nýi og gamli

Þið Fenguð að giska á 2 Atriði

Hvaða bátur myndi lenda í Þriðja sætinu,

Ansi mjótt var á munum þar.  Þið giskuðum á Erling KE og Grímnes GK 21 %
Og Bárð SH 20 %

Og það var einmitt Bárður SH sem endaði þriðji aflahæsti netabáturinn árið 2017.  Er  það ansi merkilegt því að Bárður SH er ekki nema 30 tonna plastbátur.    Hann var líka sá netabátur sem oftast réri árið 2017.  Maron GK kom þar á eftir,

Þið fenguð líka að giska á hver myndi verða aflahæstur,
Ykkar gisk var Kristrún RE 35%  og Erling KE 29 %

Nokkuð gott gisk

 enn jú það var Erling KE sem var aflahæsti netabáturinn árið 2017. og þar hjálpaði mikið að báturinn stundaði grálúðunetaveiðar um sumarið og hóf svo aftur þorsknetaveiðar í okt 2017.


Erling KE mynd David Jónatansson



Sæti Nafn Afli Landanir Meðalafli
20 Sólrún EA 151 401.8 134 2.9
19 Sigurður Ólafsson SF 44 414.8 21 19.8
18 Sæþór EA 101 479.9 145 3.3
17 Steini Sigvalda GK 526 525.3 63 8.3
16 Geir ÞH 150 536.2 34 15.8
15 Skinney SF 20 624.3 35 17.9
14 Þórsnes SH 109 639.6 11 58.1 Nýi
13 Brynjólfur VE 3 720.1 17 42.3
12 Maron GK 522 741.8 179 4.2
11 Magnús SH 205 751.4 37 20.3
10 Saxhamar SH 50 910.6 46 19.8
9 Hvanney SF 51 919.3 60 15.3
8 Glófaxi VE 300 985.1 58 16
7 Kap II VE 7 1,037.5 50 20.8
6 Þorleifur EA 88 1,047.9 153 6.8
5 Grímsnes GK 555 1,064.7 155 6.9
4 Þórsnes SH 109 1,459.1 57 25.6 Gamli
3 Bárður SH 81 1,465.9 183 8.1
2 Kristrún RE 177 1,725.4 8 215.7
1 Erling KE 140 1,872.3 98 19.1