Aflahæstu netabátarnir árið 2019
Flokkur netabáta er nokkuð sérstakur.
því flestir bátanna sem stunda netaveiðar stunda þær aðeins yfir vetrarmánuðina enn síðan ekkert meir,
það eru örfáir bátar sem stunda netaveiðar allt árið,
og helst eru það bátarnir hans Hólmgríms
Grímsnes GK, Maron GK og Halldór Afi GK sem stunda þær allt árið,
Hraunsvík GK stundaði þær líka allt árið en hann leggur upp hjá Hólmgrími,
alls 7 bátar náðu yfir eitt þúsund tonni og tveir bátar fór yfir 200 róðra
Sá sem oftast réri var Maron GK sem fór í 231 róður og þar á eftir kom Halldór AFi GK sem fór í 221 róður
ÁRið 2018 þá var Grímsnes GK langaflahæsti netabáturinn og munaði þá miklu um að Grímsnes GK var á ufsaveiðum allt haustið og
gengu þær veiðar feikilega vel, því báturinn var með vel yfir 200 tonn á mánuði alla haustmánuðina 2018,
núna árið 2019 þá gengu ufsaveiðarnar mjögi illa, og var Grímsnesi GK beint meira í þorskinn enda var þá leiguverð á ufsa orðið mjög hátt
og erfiðlega gekk að finna ufsann.
Ykkar skoðun
Flest ykkar eða 38% giskuðu á að Grímsnes GK yrði aflahæstur, þar á eftir kom Erling KE með 26% og Síðan Bárður SH 19%
Líka var spurt hvaða netabátur landaði ofast árið 2019.
Flestir giskuðu á Bárð SH eða 49%, þar á eftir kom Maron GK með 23 % og síðan Halldór Afi GK með 17%.
En jú Maron GK var með flestra róðranna,
Aflahæsti báturinn árið 2019,
Já kemur nokkuð á óvart, enn það var plastbáturinn Bárður SH sem var aflahæstur, en Pétur á Bárði réri ansi grimmt á vetrarvertíðinni 2019 og réri svo aðeins eftir það
enn stærsti hluti aflans hjá Bárði SH var tekinn á vertíðinni, sem lesa má betur um í vertíðaruppgjörinu sem ég gaf út í fyrra.
Á ennþá nokkuð eintök til ef fólk vill fá vertíðaruppgjörið 2019 og 1969.
Bárður SH mynd Pétur Þór Lárusson
Sæti | Nafn | Afli | Landanir | Meðalafli |
35 | Sigrún RE 303 | 44.2 | 30 | 1.4 |
34 | Sundhani ST 3 | 49.7 | 22 | 2.2 |
33 | Máni II ÁR 7 | 55.4 | 13 | 4.3 |
32 | Ebbi AK 37 | 65.4 | 7 | 9.3 |
31 | Dagrún HU 121 | 74.1 | 39 | 1.9 |
30 | Valþór GK 123 | 115.8 | 28 | 4.1 |
29 | Kristinn ÞH 163 | 138.2 | 53 | 2.6 |
28 | Ísak AK 67 | 144.5 | 86 | 1.7 |
27 | Sæbjörg EA 184 | 190.3 | 39 | 4.8 |
26 | Björn Hólmsteinsson ÞH 164 | 214.1 | 93 | 2.3 |
25 | Björn EA 220 | 222.8 | 86 | 2.6 |
24 | Nanna Ósk II ÞH 133 | 223.2 | 63 | 3.5 |
23 | Bergvík GK 22 | 248.9 | 77 | 3.2 |
22 | Sunna Líf GK 61 | 253.1 | 113 | 2.2 |
21 | Þorsteinn ÞH 115 | 293.4 | 42 | 6.9 |
20 | Reginn ÁR 228 | 318.1 | 54 | 5.9 |
19 | Friðrik Sigurðsson ÁR 17 | 336.1 | 36 | 9.3 |
18 | Hraunsvík GK 75 | 352.4 | 163 | 2.1 |
17 | Sæþór EA 101 | 405.1 | 127 | 3.1 |
16 | Halldór afi GK 222 | 422.4 | 221 | 1.2 |
15 | Arnar II SH 757 | 487.7 | 62 | 7.8 |
14 | Hafborg EA 152 | 532.1 | 35 | 15.2 |
13 | Sigurður Ólafsson SF 44 | 559.3 | 38 | 14.7 |
12 | Ólafur Bjarnason SH 137 | 650.6 | 58 | 11.2 |
11 | Geir ÞH 150 | 835.6 | 63 | 13.2 |
10 | Magnús SH 205 | 860.9 | 50 | 17.2 |
9 | Brynjólfur VE 3 | 914.7 | 20 | 45.7 |
8 | Maron GK 522 | 917.6 | 231 | 3.9 |
7 | Saxhamar SH 50 | 1079.5 | 55 | 19.6 |
6 | Þorleifur EA 88 | 1179.1 | 152 | 7.8 |
5 | Kap II VE 7 | 1241.9 | 38 | 32.6 |
4 | Grímsnes GK 555 | 1249.1 | 185 | 6.8 |
3 | Hvanney SF 51 | 1438.6 | 73 | 19.7 |
2 | Erling KE 140 | 1478.3 | 100 | 14.8 |
1 | Bárður SH 81 | 1613.8 | 169 | 9.5 |