Aflahæstu netabátarnir árið 2021.

Hérna koma svo netabátanir árið 2021 og hérna eru reyndar grálúðunetabátarnir ekki meðtaldir.


þeir koma á sér lista

Langflestir netabátanna voru á veiðum á vertíðinni og t.d aflinn hjá Erlingi KE,  Brynjólfi VE, Saxhamri, og Friðriki Sigurðssyni ÁR ásamt 

fleirum eru allt sem var tekið á vertíðinni.

3 netabátar voru með áberandi mestan afla og einn af þeim Grímsnes GK var eini stóri netabáturinn 

sem réri allt árið og átti áhöfn bátsins ansi gott þar því aflinn fór í 1800 tonn

Sömuleiðis þá var aflinn hjá Maroni GK feikilega góður, enn þessi rúmelga 60 ára gamli bátur náði yfir 1000 tonin og munar

þar ansi miklu um óvænta mokveiði sem báturinn lenti í  í , desember og komst báturinn þá mest í 32 tonn eftir daginn.

Enn á toppnum var Bárður SH og aflinn hjá honum var að mestu leyti tekinn á vertíðinni auk þess að smá var tekið í des 2021

Könnun ársins.

Í tengslum við netabátanna þá voru alls 3 spurningar.   fyrsta var Hvaða netabátur verður aflahæstur árið 2021?.

42% sögðu Bárður SH sem á endanum var rétt

þar á eftir kom Grímsnes GK með 20%.

Erling KE með 16%  og Kap II VE með 12 %.

Síðan var spurt  hvaða netabátur verður númer 2 árið 2021?.

Þar var Bárður SH lika efstur á blaði því 32% sögðu að Bárður SH myndi vera númer 2,

25% sögðu að Grímsnes GK yrði númer 2 og þar á eftir Erling KE 16%,  

Síðan var spurt sérstaklega um Maron GK.  og hvað aflinn yrði hjá bátnum,

Maron GK átti ansi gott ár árið 2021 þar sem að aflinn hjá bátnum fór í 1026 tonn,

flestir eða 34% sögðu að aflinn hjá Maroni GK myndi fara í 950 tonn,

26% sögðu að aflinn færi í 900 tonn,

17% að aflinn færi í 1000 tonn

12 % að aflinn færi í 1050 tonn.  enn það er nú ekki langt frá þeim afla sem báturinn landaði árið 2022









Sæti sknr Nafn Afli Landanir Meðalafli
34 1774 Sigurey ST 22 132.8 16 8.3
33 1081 Valþór ÁR 123 141.5 35 4.1
32 1621 Guðrún GK 96 144.8 60 2.4
31 1184 Dagrún HU 121 146.6 83 1.8
30 2737 Ebbi AK 37 158.9 37 4.3
29 2711 Særún EA 251 177.1 77 2.3
28 2793 Nanna Ósk II ÞH 133 189.8 50 3.8
27 926 Þorsteinn ÞH 115 229.8 31 7.4
26 1986 Ísak AK 67 232.2 91 2.5
25 2641 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 236.6 90 2.6
24 2047 Sæbjörg EA 184 241.2 50 4.8
23 2617 Bergvík GK 22 271.5 84 3.2
22 1907 Hraunsvík GK 75 311.7 123 2.5
21 1102 Reginn ÁR 228 353.3 47 7.5
20 2481 Bárður SH 811 369.3 61 6.1
19 2705 Sæþór EA 101 388.8 111 3.5
18 2940 Hafborg EA 152 397.6 35 11.4
17 2655 Björn EA 220 420.8 110 3.8
16 1343 Magnús SH 205 445.4 37 12.1
15 1546 Halldór afi GK 222 454.7 197 2.3
14 1434 Þorleifur EA 88 634.2 142 4.5
13 2936 Þórsnes SH 109 743.4 9 82.6
12 2408 Geir ÞH 150 781.2 64 12.2
11 1304 Ólafur Bjarnason SH 137 837.7 62 13.5
10 173 Sigurður Ólafsson SF 44 850.9 67 12.7
9 1202 Langanes GK 525 889.8 137 6.5
8 1028 Saxhamar SH 50 909.9 56 16.2
7 363 Maron GK 522 1026.3 222 4.6
6 1084 Friðrik Sigurðsson ÁR 17 1107.8 90 12.3
5 1752 Brynjólfur VE 3 1155.5 30 38.5
4 233 Erling KE 140 1248.3 79 15.8
3 89 Grímsnes GK 555 1800.1 182 9.9
2 1062 Kap II VE 7 1880.3 51 36.8
1 2965 Bárður SH 81 2411.6 111 21.7


Bárður SH mynd Vigfús Markússon