Aflahæstu netabátarnir árið 2024
Yfir vetrarvertíðina þá er töluvert af bátum sem stunda veiðar með netum, en yfir allt árið
þá fækkar bátunum mjög mikið og svo til enginn stór bátur réri allt árið á netum, þó svo að Kap VE og Erling KE
voru einungis á netum, en þeir reyndar stoppuðu nokkuð lengi á milli vertíðar og haustins.
Netarallið
nokkrir bátanna voru með netaafla sem einungis var veiddur í netarallinu, til dæmis, Magnús SH, Saxhamar SH og Leifur EA
Leifur EA var síðan seldur og heitir í dag Stapafell SH.
Rétt er að geta þess að grálúðu afli í net er EKKI í þessum tölum
Grálúða
tveir af bátunum sem eru á listanum að neðan voru líka á grálúðu, en það mun koma sér listi um það.
þessir tveir bátar voru Jökull ÞH og Þórsnes SH
Hólmgrímur
Það má geta þess að Hólmgrímur Sigvaldason sem hefur gert út undanfarin ár marga netabáta, eins og til dæmis, Maron GK
Grímsnes GK, Tjaldanes GK og fleiri báta, að hann var einungis með einn netabát núna í útgerð
en það voru alls sex bátar sem voru að veiða fyrir hann.
Neisti HU, Svala Dís KE, Addi Afi GK, Sunna Líf GK, Friðrik Sigurðsson ÁR og síðan Halldór Afi GK sem hann á og gerir út
Nokkrir bátanna á listanum að neðan voru líka á grásleppu, og eru þær tölur líka með í þessum lista
Kap VE
Það voru alls fimm bátar sem yfir eitt þúsund tonna afla náðu og af þeim þá voru tveir bátar sem náðu yfir tvö þúsund tonna afla
Það var þá á endanum Kap VE sem var aflahæsti netabáturinn á árinu 2024,
Ykkar skoðun.
Þið voruð nú heldur betur ekki með það rét hvaða bátur yrði hæstur
því að 58% giskuðu á að Bárður SH yrði aflahæstur
en aðeins 21% giskuðu á að Kap VE yrði aflahæstur

Kap VE mynd Gísli Reynisson
Sæti | Sknr | Nafn | Afli | Landanir | Meðalafli | |||||
30 | 2661 | Kristinn ÞH 163 | 68.2 | 25 | 2.7 | |||||
29 | 1922 | Finni NS 21 | 76.7 | 34 | 2.3 | |||||
28 | 2733 | Von HU 170 | 85.7 | 26 | 3.3 | |||||
27 | 1666 | Svala Dís KE 29 | 86.9 | 41 | 2.1 | |||||
26 | 1834 | Neisti HU 5 | 88.7 | 68 | 1.3 | |||||
25 | 2617 | Dagrún HU 121 | 90.0 | 51 | 1.7 | |||||
24 | 7007 | Gunnþór ÞH 75 | 101.4 | 51 | 1.9 | |||||
23 | 1986 | Ísak AK 67 | 107.3 | 38 | 2.8 | |||||
22 | 2481 | Bárður SH 811 | 115.6 | 13 | 8.9 | |||||
21 | 3010 | Björn EA 220 | 154.8 | 62 | 1.9 | |||||
20 | 2047 | Sæbjörg EA 184 | 121.2 | 40 | 3.1 | |||||
19 | 1028 | Saxhamar SH 50 | 130.9 | 12 | 10.9 | |||||
18 | 2737 | Ebbi AK 37 | 192.2 | 58 | 2.4 | |||||
17 | 2641 | Björn Hólmsteinsson ÞH 164 | 163.0 | 84 | 1.9 | |||||
16 | 1434 | Leifur EA 888 | 170.3 | 25 | 6.8 | |||||
15 |
| Halldór Afi GK | 196.3 | 65 | ||||||
14 | 2678 | Addi Afi GK 37 | 197.3 | 112 | 1.5 | |||||
13 | 2793 | Særún EA 251 |
218.9 | 102 | 2.1 | |||||
12 | 2705 | Sæþór EA 101 | 220.9 | 69 | 2.9 | |||||
11 | 1523 | Sunna Líf GK 61 | 229.2 | 122 | 1.6 | |||||
10 | 1343 | Magnús SH 205 | 238.7 | 11 | 21.7 | |||||
9 | 2718 | Þorleifur EA 88 | 308.8 | 155 | 1.8 | |||||
8 | 173 | Sigurður Ólafsson SF 44 | 486.3 | 33 | 14.7 | |||||
7 | 1304 | Ólafur Bjarnarson SH 137 | 623.7 | 51 | 12.2 | |||||
6 | 1084 | Friðrik Sigurðsson ÁR 17 | 732.9 | 83 | 8.9 | |||||
5 | 2991 | Jökull ÞH 299 | 1101.3 | 15 | 73.4 | |||||
4 | 2986 | Erling KE 140 | 1618.8 | 104 | 13.9 | |||||
3 | 2936 | Þórsnes SH 109 | 1931.7 | 38 | 50.8 | |||||
2 | 2965 | Bárður SH 81 | 2626.4 | 116 | 18.4 | |||||
1 | 1062 | Kap VE 4 | 2627.3 | 63 | 38.7 |