Aflahæstu netabátarnir árið 2025
Þessi list er líklega eini listinn sem tekur á ansi breiðum flokki báta, því að hérna eru bátar sem eru ansi litlir, undir 10 tonnum af stærð
og síðan stórir netabátar á útilegu.,
Þessi lokalisti fyrir netabátanna árið 2025 heldur ekki utan um grálúðuna.
Það voru þrír netabátar á grálúðunetaveiðum á árinu
og þar af var einn af þeim bátum á grálúðunetaveiðum allt árið og er það Kristrún RE.,
hinir tveir voru Þórsnes SH og Jökull ÞH.
Þorleifur EA og Eymar á Ebba AK
Það eru tveir bátar sem heita Þorleifur EA.
því að 2718 byrjaði árið sem Þorleifur EA og á sama tíma þá var Eymar með sinn bát Ebba AK,.
vertíðin árið 2025 var síðasta vertíðin sem að Eymar gerði út bát, en saga hans var orðin hátt í 40 ára löng,
og var báturinn hans seldur til Grímseyjar og fékk þar nafnið Þorleifur EA.
þess má geta að Eymar mokveiddi á Ebba AK í mars, og kom til dæmis mest með 14 tonn í einni löndun
Keflavík og Raufarhöfn
Tvær hafnir bera nokkuð af varðandi fjölda netabáta, það er Keflavík þar sem minni bátarnir sem veiddu
fyrir Hólmgrím voru að landa, og það má geta þess að bátar á vegum Hólmgríms veiddu alls rúm 2500 tonn á árinu 2025.
Hraunsvík GK breytti um nafn á árinu og nýja nafnið var Emma Rós KE
og síðan Raufarhöfn, en þar voru alls þrír netabátar.
Þorlákshöfn
á árum áður þá var Þorlákshöfn gríðarlega stór höfn varðandi fjölda netabáta, en núna
árið 2025, var aðeins einn netabátur, og hann réri einungis hluta af árinu á netum og var það Reginn HF
Sex bátar yfir 1000 tonna afla
það kemur kanksi ekki á óvart að stærstu bátarnir séu aflahæstir, en það voru sex bátar sem náðu yfir
eitt þúsund tonna afla árið 2025, og þar af voru tveir bátar sem báru af, varðandi afla árið 2025.
á topp tveim voru Kap VE sem var með rúm 2800 tonn og á toppnum
var Bárður SH sem átti feikilega góða vetrarvertíð og var hann með tæplega 3500 tonna afla.
| Sæti | sknr | Nafn | afli | landanir | meðalafli | Höfn |
| 34 | 1542 | Finnur EA 245 | 17.3 | 26 | 0.7 | Akureyri |
| 33 | 7007 | Gunnþór ÞH 75 | 40.6 | 35 | 1.6 | Raufarhöfn |
| 32 | 2617 | Dagrún HU 121 | 46.7 | 36 | 1.3 | Skagaströnd |
| 31 | 2447 | Ósk ÞH 54 | 47.5 | 70 | 0.7 | Húsavík |
| 30 | 2737 | Ebbi AK 37 | 60.0 | 12 | 5.1 | Akranes |
| 29 | 1986 | Ísak AK 67 | 72.5 | 30 | 2.4 | Akranes |
| 28 | 2737 | Þorleifur EA 88 | 83.9 | 40 | 2.1 | Grímsey |
| 27 | 1915 | Tjálfi SU 63 | 90.2 | 27 | 3.3 | Djúpivogur |
| 26 | 1666 | Svala Dís KE 29 | 91.1 | 70 | 1.3 | Keflavík |
| 25 | 1907 | Hraunsvík GK | 37.5 | 14 | 2.7 | Keflavík |
| 24 | 1922 | Finni NS 21 | 94.8 | 52 | 1.8 | Bakkafjörður |
| 23 | 3010 | Björn EA 220 | 110.6 | 43 | 5.6 | Grímsey |
| 22 | 2641 | Björn Hólmsteinsson ÞH 164 | 114.9 | 50 | 2.3 | Raufarhöfn |
| 21 | 2661 | Kristinn ÞH 163 | 121.3 | 59 | 2.1 | Raufarhöfn |
| 20 | 2689 | Birta BA 72 | 126.1 | 57 | 2.2 | Ólafsvík |
| 19 | 1907 | Emma Rós KE - 16 | 141.3 | 63 | 2.2 | Keflavík |
| 18 | 2940 | Hafborg EA 152 | 161.1 | 19 | 8.5 | Dalvík |
| 17 | 2705 | Sæþór EA 101 | 196.7 | 81 | 2.4 | Dalvík |
| 16 | 1102 | Reginn ÁR 228 | 229.5 | 44 | 5.2 | Þorlákshöfn |
| 15 | 1028 | Saxhamar SH 50 | 236.0 | 10 | 23.6 | Sandgerði, Reykjavík |
| 14 | 2718 | Þorleifur EA 88 | 348.4 | 125 | 2.8 | Grímsey |
| 13 | 1523 | Sunna Líf GK 61 | 354.5 | 150 | 2.4 | Keflavík |
| 12 | 2678 | Addi afi GK 37 | 356.9 | 161 | 2.2 | Keflavík |
| 11 | 1546 | Halldór afi GK 222 | 372.5 | 147 | 2.5 | Keflavík |
| 10 | 2408 | Geir ÞH 150 | 390.3 | 21 | 18.6 | Grundarfjörður |
| 9 | 1343 | Magnús SH 205 | 413.3 | 12 | 34.4 | Rif |
| 8 | 173 | Sigurður Ólafsson SF 44 | 690.2 | 41 | 16.8 | Hornafjörður |
| 7 | 1304 | Ólafur Bjarnason SH 137 | 889.5 | 62 | 14.4 | Ólafsvík |
| 6 | 1084 | Friðrik Sigurðsson ÁR 17 | 1148.7 | 100 | 11.5 | Njarðvík |
| 5 | 2986 | Erling KE 140 | 1273.9 | 82 | 15.5 | Sandgerði, Njarðvík |
| 4 | 2991 | Jökull ÞH 299 | 1412.8 | 19 | 74.5 | Grundarfjörður |
| 3 | 2936 | Þórsnes SH 109 | 1950.5 | 37 | 52.8 | Stykkishólmur |
| 2 | 1062 | Kap VE 4 | 2851.5 | 70 | 40.8 | Vestmannaeyjar, Grundarfjörður |
| 1 | 2965 | Bárður SH 81 | 3491.9 | 147 | 23.8 | Rif |

Bárður SH mynd Vigfús Markússon