Aflahæstu togarnir árið 2024
Reyndar þá er ´rétt að benda á að á þessum lista eru líka svokallaðir 4.mílna togarar
og Hafrannsóknar skipin Bjarni Sæmundsson RE og Árni Friðriksson RE
Rækja
Tveir togarar á þessum lista voru stóra hluta af árinu 2024 á rækjuveiðum
þetta voru Vestri BA og Sóley Sigurjóns GK
Nýir togarar
Síðan höfum við tvo nýja togara sem komu til landsins árið 2024 og hófu veiðar
þetta voru Hulda Björnsdóttir GK og Sigurbjörg ÁR, sem reyndar núna er orðin Sigurbjörg VE
Tveir frægir togarar
Tveir togarar hættu veiðum á árinu
og þetta eru togarar sem eiga sér mikla aflasögu á íslandi, sérstaklega annar þeirra
Sá fyrri var Björgvin EA
og hinn er Ottó N Þorláksson VE sem á sér mjög mikla og merkilega aflasögu
Páll Pálsson ÍS
Ef við förum í toppsætin þá vekur strax athygli góður afli hjá Páli Pálssyni ÍS og líka að hann var
eini togarinn sem var inná topp 10 sem var með undir 100 tonn í löndun, en hann var aftur á móti með
mjög margar landanir, eða 86, og þetta voru langflestar landanir allra togara á þessum lista árið 2024
Topp 4
en það voru fjórir togarar sem náðu yfir átta þúsund tonna afla
og Samherji átti þrjú efstu skipin
í endanum þá var það Kaldbakur EA sem endaði aflahæstur
og það sem er merkilegt við það er að togarinn var ekkert á veiðum í Febrúar 2024
því togarinn var í slipp, enn endaði samt sem áður aflahæstur
Kaldbakur EA mynd Brynjar Arnarsson
Sæti | Sknr | Nafn | Afli | Landanir | Meðalafli |
26 | 1131 | Bjarni Sæmundsson RE 30 | 46.4 | 7 | 6.6 |
25 | 2350 | Árni Friðriksson RE 200 | 138.6 | 7 | 19.8 |
24 | 3027 | Hulda Björnsdóttir GK 11 | 345.0 | 6 | 57.5 |
23 | 2731 | Birtingur NK 119 | 861.6 | 11 | 78.3 |
22 | 3018 | Sigurbjörg ÁR 67 | 1441.9 | 17 | 84.8 |
21 | 2025 | Bylgja VE 75 | 1706.9 | 30 | 56.8 |
20 | 3030 | Vestri BA 63 | 1918.5 | 49 | 39.1 |
19 | 1578 | Ottó N Þorláksson VE 5 | 2763.2 | 24 | 115.1 |
18 | 1937 | Björgvin EA 311 | 2944.3 | 23 | 128.1 |
17 | 2262 | Sóley Sigurjóns GK 200 | 3584.2 | 48 | 74.6 |
16 | 2677 | Jóhanna Gísladóttir GK 357 | 4782.4 | 64 | 74.7 |
15 | 2732 | Skinney SF 20 | 5118.6 | 70 | 73.1 |
14 | 1661 | Gullver NS 12 | 5233.8 | 48 | 109.1 |
13 | 1277 | Ljósafell SU 70 | 5487.0 | 52 | 105.5 |
12 | 1833 | Málmey SK 1 | 5758.2 | 41 | 140.4 |
11 | 2919 | Sirrý ÍS 36 | 6037.7 | 65 | 92.9 |
10 | 2401 | Þórunn Sveinsdóttir VE 401 | 6357.2 | 48 | 132.4 |
9 | 1868 | Helga María RE 1 | 6532.2 | 47 | 138.9 |
8 | 2893 | Drangey SK 2 | 6742.1 | 44 | 153.2 |
7 | 2861 | Breki VE 61 | 6892.9 | 54 | 127.6 |
6 | 2890 | Akurey AK 10 | 7498.0 | 52 | 144.2 |
5 | 2904 | Páll Pálsson ÍS 102 | 7646.8 | 86 | 88.9 |
4 | 2895 | Viðey RE 50 | 8086.7 | 53 | 152.5 |
3 | 2894 | Björg EA 7 | 8186.3 | 52 | 157.4 |
2 | 2892 | Björgúlfur EA 312 | 8686.8 | 54 | 160.8 |
1 | 2891 | Kaldbakur EA 1 | 8932.8 | 53 | 168.5 |
Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér
Gísli Reynisson. sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reyniss