Aflamet hjá Sighvati GK. braut 600 tonna múrinn!,2016
Það hefur ekkert farið frammhjá neinum að það er búið að vera hörku veiði núna í október hjá línubátunum. Við höfum fengið að sjá mikin slag um toppinn hjá stóru línubátunum og þá aðalega Jóhönnu Gísladóttir GK og Önnu EA.
Núna þegar þetta er skrifað þá eru bæði Anna EA, Jóhanna Gísladóttir GK og Fjölnir GK komnir yfir 500 tonnin
Einn annar bátur er búinn að vera að troða sér þarna upp og sá bátur er mun minni heldur enn þessir bátar sem að ofan eru taldir.
Aflamet hjá Sighvati GK
Áhöfnin á Sighvati GK sem að Halldór Gestsson er skipstjóri á gerði sér lítið fyrir og setti aflamet í október. því aldrei áður í sögu Sighvats GK þá hefur báturinn fiskað eins mikið á einum mánuði og núna í október. heildaraflinn 601,3 tonn í 6 róðrum eða um 100 tonn í róðri að meðaltali,
Halldór Gestsson skipstjóri sagði í samtali við Aflafrettir að þeir hefði verið á veiðum svo til allan tíman norður af strandagrunni og þar á 170 til 240 faða dýpi. Sighvatur GK er með 42 þúsund króka vél og voru þeir að taka að meðaltlai 5 lagnir í túr og voru því túrarnir um 5 daga langir,
Afli per bala
þar sem Aflafrettir hafa iðilega miðað við afla per bala þá má uppreikna þetta svona. Stærsti túrinn uppá um 106 tonn eru því um 506 kíló á bala og er það bara mok,
og til að bæta við þetta þá er afli per bala 478 kíló í október og það er nú ekkert smá veiði.
Halldór sagði að línan væri um 34 sjómílur á lengd eða 56 kílómetrar.
Síld hefur verið beitt að mestu í október eða um 80% af beitunni og var síldin greinilega að gera sitt hlutverk vel fyrst að veiðin var svona góð.
Listasjóskip
Lestin í Sighvati GK er mun minni enn t.d í hinum bátunum og sagði Halldór að full lest væri 260 kör, enn að auki þá hafa þeir verið að setja 15 til 20 kör á millidekkið og hafa því þannig náð þessum stóru túrum,
Að sögn Halldórs þá ber báturinn svona fullfermi ansi vel. sígur jafnt og eins og Halldór orðaði það " þá er Sighvatur GK lista sjóskip".
já vel að orði komist og það má geta þess að Halldór var skipstjóri á Sighvati í öllum þessum túrum enn hann er búinn að vera með bátinn síðann 2013, enn hefur verið viðloðandi Sighvat GK síðan fyrir 1990. og eins og hann sagði sjálfur hefur gengt öllum stöðum um borð í bátnum nema yfirvélstjóri.
Allavega stærsti mánuður bátsins í 51 ár og yfir allan íslenska línuflotann þá er afar sjaldgjæft að línubátur nái yfir 600 tonnaheildarafla eins og þeir á Sighvati GK náðu á ótrúlegan hátt núna í október
Til hamingju strákar
Sighvatur GK Mynd Jóhann Ragnarsson