Aflaskipið ÁN II BA 81 frá Patreksfirði
Núna er grásleppuvertíðin 2021 í fullum gangi og veiði bátanna hefur verið vægast sagt mjög góð,
eins og sést hefur á grásleppulistanum sem er á aflafrettir þá hafa bátarnir verið að koma drekkhlaðnir í land
enn einn bátur hefur þó vakið mesta athygli Aflafretta
er það báturinn með skemmtilega nafninu ÁN II BA frá Patreksfirði,
Eftir smá krókaleiðir þá tókst að finna eigandnn af bátnum
Grímur Grétarsson er eigandinn af bátnum og hann á annan bát sem líka heitir ÁN BA.
fyrsta sem ég spurði var, hvað er ÁN.
ÁN er gamal orð yfir forfaðir eða afi.
já þá vitum við það, það skal þó viðurkennast að ég hef aldrei heyrt þetta orð áður, og finnst þetta ennþá ansi spes nafn
Þessi litli bátur ÁN II hefur heldur betur veitt vel af grásleppunni núna á vertíðinni og það vel að báturinn hefur þurft að tvílanda ansi oft saman daginn
og tvisvar hefur það komð að báturinn hefur þrílandað sama daginn. t.d núna 20.apríl, þá kom báturinn samtals með 4,1 tonn í land í 3 löndunum
ÁN BA ogÁN II eru systurbátar. báðir smíðaðir á Skagaströnd og eru báðir um 6.12 metra langir, og mælast aðeins um 2,5 bt.
og þegar að Grímur var spurður afhvejru hann hefði keypt bátinn, enn hann hét áður Denni SH, þá sagði hann að
það væri gott að eiga samskonar bátar, þeir væru með allt eins , t.d sömu vélar og svo " er þetta sérviska" eins og Grímur orðaði það
sem þýðir að ÁN II BA er einn minnsti grásleppubátur landsins, enn er samt sem áður kominn með yfir 20 tonna afla á ekki stærri báti,
Með Grími er ungur maður sem heitir Axel að róa og hafa þeir verið með 84 net, sem eru í 21 trossu.
Fullfermi hjá bátnum er ekki nema um 2 tonn, og Grímur sagði " ég læt hóflega í hann"
já held að megi alveg kalla þennan litla bát aflaskip því hann mokar upp grásleppunni
Grímur mun róa á þessum báti til mánaðarmóta og mun þá hætta á þessum báti og fara yfir á ÁN BA á strandveiðarnar
Án ii BA myndir Patrekshöfn
Án BA mynd Grímur Grétarsson