Aflaskipið Páll Pálsson ÍS.,1983
Í gegnum tíðina þá hafa nokkuð margir togarar verið gerðir út frá Vestfjörðum og um tíma þá má segja það hafi verið togari í hverjum einasta bæ á Vestfjörðum.
t.d tveir á Þingeyri, Sléttanes ÍS og Framnes ÍS. Tveir á Bolungarvík Heiðrún ÍS og Dagrún ÍS
og svo hellingur af skipum frá ÍSafirði sem var á sínum tíma einn af stærstu útgerðarstöðum á landinu með tilliti til togara.
Einn af þeim togurum sem landaði þar var Páll Pálsson ÍS sem reyndar var skráður frá Hnífsdal.
Páll Pálsson IS sem fjallað er aðeins um hérna var japanstogari og saga hans endaði núna árið 2018 þegar að nýr Páll Pálsson IS kom og leysti hinn japanska togara af hólmi.
Þessi gamli togari fiskaði alltaf vel
og árið 1983 var nokkuð gott ár fyrir áhöfnina á Páli Pálssyni ÍS. þeir komust í fimm skipti yfir 200 tonn í löndun
Gott sumar
Tímabilið frá 1.júní til lok ágúst var ansi gott því þá landaði togarinn 1885 tonnum í aðeins 11 löndunum eða 171 tonn í löndun,
Júlí mánuður
júlí mánuður var feikilega góður og skulum við líta aðeins á hann,
Fyrst kom Páll Pálsson ÍS með 202,2 tonn í land
næsti túr var líka stór eða 186 tonn eftir 8 daga á veiðum. það gerir um 23 tonn á dag,
túr númer 3
þriðji túrinn var mokveiði
því að Páll Pálsson ÍS var aðeins úti í fjóra daga en kom í land með fullfermi alls 198,4 tonn og er þetta um 49,6 tonn á dag sem er feikilega gott
fjórði og síðasti túrinn hjá togarnum var fullfermi og einn af stærstu túrunum sem að Páll Pálsson IS kom með árið 1983.
togarinn landaði 213,1 tonni eftir 7 daga á veiðum eða 30 tonn á dag
Alla gerði því þessi júlí mánuðir 799 tonn í 4 löndunm eða tæp 200 tonn í löndun,
Páll Pálsson IS mynd Valur Björn Línberg