Aflaskipið Sælaug MB ,2018
var í Borgarnesi í gær og myndaði þar alla bátanna sem voru í höfninni þar. og þeir voru 2. Knolli BA og Sælaug MB
Þorsteinn skrifaði umsögn við klausuna um Borgarnes með þessum orðin. "Aflaskipið Sælaug MB".
já ansi flott orðað. oft er þetta orð "Aflaskip" notað um t.d togara sem hafa fiskað mikið. loðnuskip eða þá báta sem hafa fiskað vel oft á tíðum,
Það má alveg nota þetta orð yfir smábáta líka,
Sælaug MB er í eigu Magnúsar Þ Ólafssonar sem býr í Borgarnesi og því er báturinn með MB númerið. . ég var á Arnarstapa í dag í yndislegu veðri og leit yfir bryggjuna og fannst ég kannast við einn bátinn þarna,
og hvað haldið þið. jú Magnús hafði farið frá Borgarnes sirka klukkan 9 um morgunin og silgdi til Arnarstapa og var kominn þangað þegar ég kom þangað,
siglinginn yfir tók sirka 5 klukkutíma,
ég tók saman hversu mikinn afla Sælaug MB hefur landað núna síðan 1.september árið 2000 og til 31.desember 2017,
og heildin er um 270 tonn á þennan litla 6 tonna bát. Er þetta sirka 68 milljóna króna aflaverðmæti.
þannig að þessi litli bátur má alvega fá þennan titil Aflaskip
Sælaug MB á Arnarstapa
Sælaug MB í Borgarnesi. Myndir Gísli Reynisson