Aflaverðmæti á rækju hjá Kristínu Jónsdóttir árið 1984.
undanfarin 18 ár eða svo eða þann tíma sem ég hef átt og rekið þessa síðu AFlafrettir.is
þá hef ég af og til farið með ykkur í ferðalag aftur í tímann í gegnum flokkinn "Gamlar Aflatölur "
en þar hef ég farið með ykkur aftur í tímann að skoða aflatölur.
ég hef aftur á móti aldrei farið með ykkur aftur í tímann til þess að skoða aflaverðmæti.
en það er nefnilega þannig að í öllum aflaskýrslum sem ég er að fara yfir þar ekki bara aflatölur heldur líka aflaverðmæti,
en hingað til þá hef ég ekkert fjallað um það, því ég var í vandræðum með að finna út hvernig ég gæti reiknað það upp
miðað við árið í dag,
þangað til núna.
enn núna komst ég yfir leið til þess, og því mun ég af og til birta gamlar fréttir um afla og líka aflaverðmæti
Kristín Jónsdóttir ÍS 196
fyrsti báturinn sem fær að opna þetta með aflaverðmæti er rækjubáturinn Kristín Jónsdóttir ÍS 196.
Þessi bátur réri á rækju í ÍSafjarðardjúpinu árið 1984 og landaði þá hjá Frosta HF á Súðavík.
í mars árið 1984 þá landaði báturinn samtals 18,9 tonnum af rækju í 15 róðrum
Aflaverðmæti 1984
Aflaverðmæti miðað við 1984. 245 þúsund krónur.
og verðflokkar fyrir rækjuna voru alls fimm.
fyrir stærstu rækjuna 17,7 krónur, síðan 16,6, og 15,1 , 14 og síðan 5,7 fyrir allra minnstu rækjuna.
en hvað er þetta núna árið 2024.
Árið 2024
Jú fyrir minnstu rækjuna voru borgaðar 74 krónur á kílóið
enn fyrir stærstu rækjuna 252 krónur á kílóið.
þar á eftir kom rækja á 237 krónur kílóið
í mars þá var aflaverðmætið hjá bátnum á rækjunni uppreiknað 3,6 milljónir króna
og það gerir meðalverð uppá 193 krónur kílóið.
Kristín Jónsdóttir ÍS 196 Mynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson
Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér
Gísli Reynisson. sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisson