Aflaverðmæti frystitogaranna um 30 milljarðar.,2019
Jæja
þá eru loksins allar aflaverðmætistölur komnar í hús fyrir frystitogaranna árið 2018.
Alls var heildaraflaverðmætið hjá þeim árið 2018 alls 29,4 milljarðar króna,
Heildaraflinn hjá skipunum var 117 þúsund tonn árið 2018,
og var því meðalverðið 252 krónur
Aflaverðmætið er að langmestu leyti gefið upp í FOB, en þó eru örfá tilfelli þar sem blandað er saman CIF og FOB verðmæti
Sólberg ÓF
Sólberg ÓF var það skip sem var með mest aflaverðmætið eða 3,8 milljarðar króna, og kemur það kanskli ekki á óvart
Guðmundur á NEsi RE
Guðmundur í Nesi RE kom þar á eftir með rúma 3 milljarða króna, en aftur á móti þá var Guðmundur í NEsi RE með mesta meðalverðið allra skipanna,
og munar þar miklu um að skipið var að mestu í veiðum á grálúðunni,
Lítill munur milli þriggja skipa
Athygli vekur hversu lítill munur er á Gnúpi GK, Hörfungi III AK og Hrafn SVeinbjarnarsson GK,
aðeins munar 4,8 milljónum króna á milli Gnúps GK og Höfrungs III AK
og á milli Höfrungs III AK munar aðeins 4.4 miljónum króna,
Vigri RE
Vigri RE átti metafla árið 2018, en var frá veiðum í um 3 vikur og vantaði þann túr til þess að geta náð yfir 2 milljarða markið.
Baldvin Njálsson GK
Baldvin Njálsson GK var með lægsta meðalverðið enda er skipið að stóru leyti í ufsa og karfa sem er mun verðminni fiskur en Þorskurinn og grálúðan.
Blængur NK og Júlíus Geirmundsson ÍS með svipað meðalverð
Hérna að neðan má sjá lista yfir skipin. aflaverðmætin , afla og meðalverð skipanna árið 2018
Aflaverðmætið 2018 | Verðmæti | Afli | Meðalverð |
Sólberg ÓF | 3800000 | 12553 | 303 kr |
Guðmundur í Nesi RE | 3050000 | 7176 | 425 kr |
Kleifaberg RE | 2650000 | 11872 | 223 kr |
Örfirsey RE | 2370158 | 9765 | 243 kr |
Gnúpur GK | 2237204 | 9500 | 235 kr |
Höfrungur III AK | 2232825 | 9694 | 230 kr |
Hrafn Sveinbjarnarsson GK | 2228381 | 9957 | 224 kr |
Vigri RE | 2171185 | 10771 | 202 kr |
Arnar HU | 1903093 | 8794 | 216 kr |
Baldvin Njálsson GK | 1895375 | 9582 | 198 kr |
Blængur NK | 1700000 | 6418 | 265 kr |
Brimnes RE | 1670000 | 4857 | 344 kr |
Júlíus Geirmundsson ÍS | 1572000 | 6031 | 261 kr |
Guðmundur í Nesi RE mynd Bjarni H