Aftur kemur 2243 báturinn til Ólafsvíkur. núna sem Rán SH,2018
Ólafsvík er má segja stærsti útgerðarstaður á landinu þar sem einstaklings útgerðir eru við lýði. nokkuð margar útgerðir eru þar í bænum og hafa verið margar í mörg ár. Ein af þeim útgerðum sem eru þar er útgerðarfyrirtækið Oliver ehf
Oliver hefur síðan árið 2014 gert út bátinn Rán SH sem var ekki nema um 6 tonna bátur. gerði þessi bátur það nokkuð gott á sínum lista sem var bátar að 8 bt á Aflafrettir.
Fannar Baldursson framkvæmdastjóri Olivers sagði í styðsta viðtali sem Aflafrettir hafa átt að nýi báturinn væri góður bátur.
Fannar fór ekki langt að kaupa bát því að á Rifi þá var plastbátur þar sem hét Hafnartindur SH og sá bátur var ekki búinn að vera lengi á Rifi eða einungis í eitt ár,
Báturinn á sér sögu frá Ólafsvík í raun mikla sögu. alveg til ársins 1995. þá var báturinn smíðaður og hét fyrst Pétur Jóhannesson SH, var með því nafni í 4 ár. var síðan seldur í burtu 1999 og kom aftur til Ólafsvíkur árið 2005 og fékk þá nafnið Brynja SH. Báturinn var fyrst ekki nema um 8 tonn að stærð enn búið er að breyta honum mikið og er í dag um 15 tonna bátur,
nýi báturinn heitir Rán SH og mun notast á línu, makríl og grásleppu og hefur hafið róðra. hægt er að sjá stöðu bátsins á nýjasta listanum bátar að 15 Bt hérna á Aflafrettir
Rán SH Mynd Alfons Finnson