Agla ÁR var fyrstur árið 2025
Gleðilegt nýtt ár lesendur góðir, og takk fyrir árið 2024
jamm, árið 2025 er komið í gang og það þýðir að vetrarvertíðin árið 2025 er líka kominn í gang
síðasta fréttir sem var skrifuð hérna á Aflafrettir.is árið 2024, var um síðasta bátinn sem réri árið 2024
en það var Margrét GK frá Sandgerði sem var á línu og fór stutt út, enn náði samt í um 11 tonna afla
en hvaða bátur var fyrstur árið 2024.
Jú það var færabáturinn Agla ÁR sem var fyrstur til þess að fara á sjóinn
og vekur það nokkra athygli að færabátur hafi verið fyrstur til þess að fara á sjóinn.
en hann fór frá Rifi 1.janúar kl 08:27, og kom inn til Rifs kl 17:34. veit ekki um aflann hjá bátnum því tölur voru ekki komnar
Næsti bátur á eftir Öglu ÁR sem fór á sjóinn , var Hulda GK sem fór frá Hafnarfirði um kl 22:40.
en Hulda GK er á línuveiðum og er að fara að leggja línuna utan við Sandgerði.
Bárður SH og Kristinn SH fóru út fyrir miðnætti, og nokkrir togarar fóru út um miðnætti og rétt eftir miðnætti
eins og SKinney SF, Drangavík VE, Þinganes SF og Sirrý ÍS
Agla ÁR mynd Sæmundur Þórðarsson