Áhöfn Fay M-27-AV bjargað,2019

fyrr í morgun þá skrifaði ég smá pistil inná aflafrettir 


um norskan línubát sem heitir Fay.  hann var nefnilega á sjó og fór á sjóinn í gær 27.desember klukka 1800.

frá Honningsvog sem er í norður Noregi,

báturinn er  mjög norðarlega við veiðar eða við 71,2 gráður norður og 26,3 gráður austur

þar hefur vindur verið að aukast í dag og er á milli 16 til 22 metra á sekúndu í jafnararvind,  hviðurnar hafa verið að fara í um 30 metra á sekúndu,

Neyðarkall kom frá Fay klukkan 11 í morgun að norskum tíma og var þá báturinn kominn með mikla slagsíðu og var svo til kominn á hliðina,

Sea King Björgunarþyrla var send af stað frá Banak í Norður Noregi

 og var hún kominn á svæðið stuttu seinna.  náði þyrlan að bjarga allri áhöfn bátsins um borð í þyrluna,

Rússnesk olíuskip Nikolay Yevgenov sem var að koma frá Bretlandi var skammt frá slysstað og kom á vettvang meðan verið var að bjarga áhöfn Fay.

Þetta skip er risastór 299 metra langt og 50 metra breidd,

Núna þegar þessi orð eru skrifuð þá er áhöfn Fay kominn til Honningsvog og útgerðin af bátnum hefur skaffað allari áhöfn bátsins 

herbergi á Scandic hóteli og þar verður rætt við áhöfnina um hvað gerðist,

báturinn sjálfur er ekki sokkinn þegar þetta er skrifað enn hann rekur legra norður frá Noregi,

Björgunarbáturinn Oðinn fylgir Fay eftir enn vegna veðurs þá er hann ekki með bátinn í togi enda erfitt að koma línu í bátinn,

Odinn var sendur frá Havöysund og þetta er mjög hraðskreiður bátur gekk mest um 26 mílur og var um 2 tíma að sigla á staðin þar sem að Fay er.

Sömuleiðis þá hefur varðskipið Harstad verið snúið við og er á leið á slystað

Nýjstu fréttir af bátnum eru þær að Fay er sokkinn, hann sökk um klukkan 1300 




Fay Mynd Redningselskapet



Þyrlan lent í Honningsvog með áhöfn Fay, mynd Qyvind Bye Skille


Fay Mynd Leif M Andersen


Rússneska olíuskipið sem kom á vettfang mynd Erwan Guegueniat

Áhöfn á Fay í rútu í Honningsvog Mynd Qyvind Bye Skille


Odinn mynd Alfred Aastrom


Harstad mynd Bjoern Hansen