Akeröy aflahæstur í Noregi árið 2017

Árið 2017 var fyrsta árið  þar sem Aflafrettir fylgdust í heilt ár með veiðum uppsjávarskipanna í Noregi,


Þau voru ansi  mörg stóru skipin eða rúm 70 talsins sem voru á skrá og alls lönduðu þessi skip 1,2 milljónum tonna,

28 skip fóru yfir 20 þúsund tonnin

og af þeim þá fóru aðeins 2 skip yfir 30 þúsund tonnin

Österbris sem var með 35612 tonn

og Akeröy sem var aflahæsta skipið í Noregi árið 2017

 var Akeröy með tæp 37 þúsund tonn árið 2017.

Loðna
Loðna var 1029 landað í Noregi og á Íslandi kom skipið með 1653 tonn af loðnu sem veidd voru við Ísland

Kolmunni
Akeröy fiskaði vel af kolmunna  var með 26490 tonn af því og var aflahæsta kolmunaskipið í Noregi og var Österbris með næsta mesta kolmunaaflann 21425 tonn.  

Það má geta þess að Akeröy var með meiri kolmuna afla enn aflahæsta íslenska kolmunaskipið enn var ansi langt frá kolmunaveiðunum hjá skipunum í Færeyjum

Síld
Akeryöy var með 5478 tonn af síld og nokkuð langt frá aflahæstu síldarskipunum í Noregi.  Österbris var aflahæstur með 7916 tonn og Gerda Marie var önnur með 7875 tonn

Makríll
Akeröy var með smá slatta af makríl.  2346 tonn


Akeröy Mynd Roger Solem