Akraberg með fullfermi til Færeyja
Árið 2022 þá kom glænýr frystitogari til Færeyja sem útgerðarfyrirtækið Framherji í Færeyjum á
Samherji átti hlut í því fyrirtæki en árið 2023, þá seldi Samherji sinn hlut í Framherja.
Þessi nýi frystitogari fékk nafnið Akraberg FD 10.
hann er 84 metra langur og 16,7 metrra breiður og í skipinu er 7800 hestafla aðalvél
Togarinn hefur verið að veiðum þónokkuð norður í Barentshafi.
og kom núna snemma í apríl til Færeyja með fullfermi,
togarinn var með 1118 tonn afla. sem fékkst eftir 36 daga túr.
frá Færeyjum er 3 sólarhringa sigling á miðin Norður af Noregi, og fór togarinn alveg upp að 72 breiddargráðu
veiðidagar voru því alls 30, og afli á dag, um 37 tonn,
uppistaðan í aflanum hjá Akrabergi var þorskur 793 tonn
246 tonn var að ýsu
50 tonn af ufsa
og minna af öðrum tegundum,
Togarinn fór aftur til veiða í Barentshafið eftir löndun og er þar núna þegar þetta er skrifað

Akraberg Mynd Vónin Færeyjum