Akranes 17 bátar, yfir 2300 landanir

Akranes var á sínum tíma einn af stóru útgerðarbæjunum á Íslandi.


Á árunum frá 1960 og fram að Aldamótunum 2000 þá voru gerðir út frá Akranesi margir stórir bátar

og líka ansi margir togarar.  eins og t.d Skipaskagi AK.  Haraldur Böðvarsson AK.  Sturlaugur H Böðvarsson AK

Krossvík AK,  Höfðavík AK, og eins nokkuð mörg loðnuskip. t.d Rauðsey AK.  Skírnir AK.  Höfrungur AK og Víkingur AK.

Árið 1993 þá var ansi mikið um að vera á Akranesi.  því að heildarafli sem landaður var tæp 64 þúsund tonn

af því var um 46 þúsund tonn af loðnu,


17 bátar yfir 100 landanir
það sem vekur kanski hvað mesta athygli var hversu margir bátar á Akranesi árið 1993 fóru í meira enn 100 landanir á árinu,

því árið 1993 þá voru alls 17 bátar sem fóru í meira enn 100 róðra og það voru allt heimabátar,

þessir 17 bátar fóru í samtals 2313 róðra og lönduðu alls 2532 tonna afla,

Hérna að neðan þá má sjá listann yfir bátanna og eins og sést þá fór Enok AK 8 í flesta róðranna eða 185

en sá bátur heitir Svala Dís KE 20 árið 2020.  flestir bátanna á þessum lista eru smábátar nema Reynir AK 18 

Stapavík AK 132 og Valdimar AK 15.  

 Árið 2020

annað sem er líka mjög merkilegt við þessa 17 báta

en það er að ef árið 2020 er skoðað þá kemur í ljós að heildarlandanir á Akranesi fyrir alla báta árið 2020 var alls

um 1134 landanir og aflinn um 1700 tonn.

þetta er ansi ótrúlegur munur að 17 heimabátar á Akranesi árið 1993 lönduðu oftar og  meiri afla enn allir bátar

á Akranesi lönduðu árið 2020.

Það má bæta við í lokin að heildarlandana fjöldi árið 1993 á Akranesi voru alls 4390





Sknr Nafn Róðrar afli nafn árið 2020
1666 Enok AK 8 185 166.1 Svala Dís KE 29
2076 Keilir AK 27 164 223.9 Gunnar KG ÞH 34
626 Valdimar AK 15 162 188.1 Ekki til
1621 Særún AK 120 149 179.5 Guðrún GK 96
1774 Síldin AK 88 147 116.2 Sigurey ST 22
1547 Stapavík AK 132 139 339.9 Draumur EA
6976 Leifi AK 2 138 64.6 Leifi AK 2
1779 Sæþór AK 7 136 100.1 Torfi Jóns BA 138
1887 Bresi AK 101 135 193.1 Máni II ÁR 7
1771 Dagný AK 140 130 102.8 Herdís SH 173
1775 Ásrún AK 3 127 170.3 Ás NS 78
2093 Maron AK 94 122 181.8 ekki til
7113 Emilía AK 57 121 51.6 Petrea EA 105
1684 Flatey AK 54 120 50.7 Abba SH 37
1756 Margrét AK 39 119 104.8 Gulli Magg BA 62
1464 Reynir AK 18 118 269.7 Ekki til
468 Auður II AK 59 101 28.4 Ekki til


Svala Dís KE árið 1993 hét báturinn Enok AK mynd Jóhann Ragnarsson