Akranes og Sandgerði. er sagan að endurtaka sig?,,2017
Aflafrettir vöktu athygli á því fyrst fjölmiðla á landinu um ástandið á Akranesi, vegna þess að búið var að loka fiskmarkaðinum þar í bæ. það þýddi að bátar sem eru gerðir út frá Akranesi þurfa að fara til Reykjavíkur til þess að landa afla sínum,
Ég var á bryggjunni í Sandgerði í kvöld að fylgjast með löndun á Hafdísi SU og Huldu HF. og var þá hugsað til Akranes. afhverju. Jú vegna þess að það er svo mikil tenging á milli Akranes og Sandgerði.
Hvað er Gísli að rugla núna gætuð þið spurt?
Haraldur Böðvarsson
jú lítum aðeins til baka. Haraldur Böðvarsson á Akranesi hóf útgerð sína á Akranesi með báti sínum Helga María árið 1906. Yfir vetrarvertíðina þá fór Haraldur að venja komur báta sinna til Sandgerðis á vetrarvertíðin og um 1913 þá fór Haraldur að byggja sér aðstöðu þess að verka fisk í Sandgerði og byggði Haraldur t.d steinbryggju sem lá beint út frá þar sem vitin í Sandgerði er í dag. Útgerðarsaga Haraldar í Sandgerði stóð fram til ársins 1940, þegar að Haraldur hætti að senda báta sína til Sandgerðis á vertíð. Fiskverkunarhúsin í Sandgerði sem að Haraldur byggði voru seld bræðrunum Ólafs og Sveins Jónssonar og stofnuðu þeir fyrirtækið Miðnes HF sem var rekið í Sandgerði í rúmlega 50 ár þangað til að það var sameinað aftur Haraldi Böðvarssyni hf og í dag er þetta orðið HB grandi.
Sem sé bátar frá Akranesi byrjuðu sína vetrarvertíðir í Sandgerði.
og svo skrýtið sem það er þá núna 2017 eða 2018 er kanski kominn upp sama staða og var fyrir um 80 til 100 árum síðan.
Hátt þjónustustig í Sandgerði
Eins og greint hefur verið frá þá er enginn löndunarþjónusta á Akranesi núna . enn þjónusta í Sandgerði er aftur á móti mjög há og góð. sem dæmi um þetta má nefna núna í kvöld þegar að landað var úr Huldu HF og Hafdísi SU. Þeir komu í land um kl 1930 og þá voru komnir 2 lyftarar á sitthvorn bátinn, vigtarmaður á vigtinni og bíll til að keyra fiskinum af Huldu HF og í hús. og opið inná fiskmarkaðinn í Sandgerði til þess að setja inn aflann af Hafdísi SU.
Svona gott þjónuststig er ástæða að bátar komi til löndunar í höfnum landsins. ef enginn er þjónunstan, jú þá koma engnir bátar.
Þannig að útgerðmenn á Akranesi. verið þið bara velkomnir til Sandgerðis. þar er tekið á móti ykkur með bros á vör.
Sandgerðishöfn Mynd Gísli Reynisson
Akraneshöfn. Mynd Sigurbrandur Jakopsson