Akurey AK kominn í land eftir brælutúr

Blessaðir veðurguðirnir eru nú ekkert á því að vera blíðir við sjómenn núna það sem af er febrúar.


endalausar brælur búnar að vera í gangi og svo til enginn bátur hefur geta verið á sjó.

helst eru það nokkrir togarar og stóru línubátarnir sem hafa getið verið úti, enn hafa samt þurft að leita sér vars.

Togarinn Akurey AK sem að Brim HF gerir út, kom í land núna í nótt 13.febrúar eftir mikinn brælutúr.

togarinn var við veiðar utan við vestfirðina  og var mjög mikill vindur og ölduhæð og þegar silgt var áleiðis til Reykjavíkur

þá var komið snarvitlaust veður, um 40 til 50 metrar á sekúndu vindu, og lá Akurey AK í vari fyrst utan við Ólafsvík, en færði sig síðan 

út fyrir djúpalónssand á Snæfellsnesi og lónaði þar  í um 9 klukkutíma, áður enn silgt var yfir Faxaflóann.

þrátt fyrir mikinn brælutúr þá kom togarinn með í land um 440 kör sem eru um um 140 tonn af fiski, mest þorski

útlit togarans er ansi sérstakt, en í svona miklum sjógangi þá hefur skipið ásamt hinum sem eru líka með svona stefni verið að koma vel 

út og sjómenn á þessum skipum láta vel af þeim í svona mikilli brælu.


Akurey AK mynd Siddi Árni