Akurey AK kominn til landsins..2017
Þá er togari númer 2 kominn til landsins í flota HB Granda. því að Akurey AK kom til hafnar núna fyrir stuttu síðan og fór beint uppá Akranes.
Þar mun verða sett i togarann snigilskælikerfi og aðgerðarstaðaða eins og búið að setja um borð í Engey RE.
Áhöfnin sem núna er á Sturlaugi H Böðvarssyni AK mun fara yfir á Akurey AK þegar hún verður klár til veiða. enn það verður ekki fyrr enn í september,
á meðan þá ætlar þeir á Stulla að gera góða hluti, því að núna eru þeir aflahæstir togaranna það sem af er júní.
Eiríkur Jónsson sem er skipstjóri á Stulla silgdi nýja togaranum til hafnar og sagði hann að skipið væri ansi rólegt á öldunni með þessu nýja skrokklagi,
Skipið er 54,75 metrar á lengd
13,5 metrar á breidd
Um borð er 2500 hestafla aðalvél
Skrúfan er 3,8 metrar í þvermál
pláss er fyrir 17 manns í áhöfn
og eru allt einstaklingsklefar utan við einn klefa
Aflafrettir óska áhöfnninn og útgerð til hamingju með nýtt skip.
Akurey AK mynd Vilhálmur Birgisson
Systurskipin á Akranesi, Mynd Lúðvik Karlsson