Akurey AK með mjög stóran ágústmánuð,,2018

Nýju skipin sem að HB Grandi lét smíða fyrir sig eru öll kominn á fullt og má segja að mjög vel gangi á þeim,


Þessi ágústmánuður sem er svo til búinn er búinn að vera mjög stór fyrir áhöfnina á Akurey AK 

Akurey AK tók við af Sturlaugi H Böðvarssyni AK og er Eiríkur Jónsson sem var skipstjóri á Sturlaugi H Böðvarssyni AK skipstjóri á Akurey AK,

Akurey AK hóf veiðar í enda janúar á þessu ári,

Núna í ágúst þá er Akurey AK búinn að landa 927 tonnum í 5 löndunum eða 185,4 tonn í löndun,

nýjsta löndun skipsins var 202 tonn eftir fimm daga á veiðum og gerir það um 40 tonn á dag,
  í þeim túr þá var þorskur 114 tonn og karfi 66 tonn,

sá túr er reyndar ekki sá stærsti því að túrinn á undan var 212,5 tonn reyndar eftir 7 daga á veiðum og gerir það 30 tonn á dag.

Þegar þetta er skrifað þá er Akurey AK næst aflahæsti togari landsins í ágúst,


Akurey AK mynd Anna Kristjándóttir