Allar tölur komnar í hús fyrir árið 2021.


Jæja þetta komst loksins, því núna er allar aflatölur fyrir árið 2021 komnar í hús til mín og því og allir listar eru klárir

og líka er allt klárt til að upplýsa ykkur um hvaða bátur er aflahæstur í hverjum flokki fyrir sig,

vil byrja á það þeim um 350 manns sem kusu í könnun ársins 2021 um hver yrði aflahæstur.

enn þeirri könnun lýkur því formlega núna,

get lofað ykkur því að það verður ansi margt óvænt þegar að listar ársins 2021 verða birtir og þá sérstaklega

í flokki línubáta og flokki dragnótabáta.

Aðeins af árinu,  heildaraflinn ársins bolfiskafli var um 406 þúsund tonn, 

auk þess þá var rækjuafli alls  3930 tonn

og humarafli var vægast sagt mjög lítill aðeins 111 tonn miðað við heilan humar og er þetta

algjört hrun á humarveiðum og einn minnsti humarafli frá upphafi humarveiða við ísland

Listar ársins 2021

Þeir listar fyrir árið 2021 sem ég mun birta hérna á síðunni eru eftirfarandi og ekki í þessari röð sem hérna kemur,

aflahæstu bátar að 8 BT árið 2021

Aflahæstu bátar að 13 BT árið 2021

Aflahæstu bátar að 21 BT árið 2021

Aflahæstu bátar yfir 21 BT árið 2021

Aflahæstu netabátarnir ( utan grálúðu)

Aflahæstu grálúðunetabátarnir

Aflahæstu dragnótabátarnir

Aflahæstu línubátarnir

Aflahæstu 29 metra togbátarnir

Aflahæstu togarnir árið 2021

Með þessum pistli þá fylgir mynd af Berglínu GK en set hana inn svo þetta sé ekki myndalaus pistill

Þó svo að könnun ársins sé hætt þá er ennþá hægt að tjá sig um aflafrettir

Síðan er það um framtíð Aflafretta.  Ýtið Hérna


Berglín GK mynd Arnbjörn Eiríksson