"Alveg galið". Endalok Akranes sem útgerðarbæjar.,,2017
Eitt sinn þá var mikið líf í Akraneshöfn. ansi margir bátar voru þá að landa þar bæði bolfiski og loðnu. Fiskvinnsla var þar mjög sterk og smábátaútgerð jókst þar ár frá ári.
En síðan fór leiðin fyrir Akranes að fara niður á við. Togarnir fóru að fara hver af öðrum og endanlega fóru allir í burtu eftir að Sturlaugur H Böðvarsson AK fór að landa í Reykjavík eftir að HB Grandi tók yfir Haraldi Böðvarssyni hf á Akranesi og Sturlaugur H Böðvarsson AK fór að landa í Reykjavík og hluti af aflanum var ekin til vinnslu á Akranesi, síðasta löndun togarans var árið 2014.
Eftir á Akranesi voru þá smábátar, útgerð þeirra hafði síðan vel fyrir 1980 verið nokkuð góð og mikil. Einn hluti af útgerð smábátanna var að getað landað afla á Fiskmarkaði því að flest allir smábátarnir á Akranesi voru ekki tengdir neinni fiskvinnslu.
Löng saga
Fiskmarkaður hafði verið stofnaður á Akranesi árið 1988 og þegar að Sturlaugur H Böðvarsson AK hætti að landa á Akranesi 2014 þá var búið að vera fiskmarkaður á Akranesi í um 26 ár. Reyndar þá lokaði fiskmarkaðurinn á Akranesi í kringum 2005 enn var opnaður aftur á vormánuðum 2006.
Síðan þá má segja að leiðin hafi legið niður á við og núna í október 2017 þá var fiskmarkaðinum endanlega lokað á Akranesi og með því þá fór öll löndunarstaða á Akranesi.
í viðtali við skessuhofn 13.september 2017 þá segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akranes " mér sýnist við vera með aðstoð fleiri góðra manna að tryggja áframhald verði á starfsemi Fiskmarks Íslands á Akranesi enda er starfsemi þessi afar þýðingarmikil fyrir þá útgerð sem hér er stundum og verður stunduð í framtíðinni".
það sem helst var verið að vinna að var eins og hann segir sjálfur " einkum að vinna að lausn mála sem snerta t.d fyrirkomulag löndunar, móttöku og geymslu á fiski og flutningstíma á markað í Reykjavík".
Hugmyndir kæfðar
Við fiskmarkaðinn þá starfaði þar mjög metnarfullur starfmaður Sigurbrandur Jakopsson sem tók við starfi sem yfirmaður fiskmarkaðarins á Akranesi. Var hann með ákveðnar skoðanir á hvernig mætti efla starfssemi fiskmarkaðarins enn þær hugmyndir hans voru svo til allar kæfðar í fæðingu.
Hvaða áhrif hefur þetta. Aflafrettir biðu eftir Eymari á Ebba AK
Nei þetta fór sem fór.
Enn hvaða áhrif hafa þessar lokanir á þá fáu báta sem gera út frá Akranesi.
jú þeir einfaldlega þurfa að landa í Reykjavík. og núna síðan að fiskmarkaðurinn lokaði þá hafa tveir aðalbátarnir sem þarna eru á Akranesi Ebbi AK og Ísak AK landað í Reykjavík.
Aflafrettir fóru í dag 11.desember og biðu eftir Eymari Einarssyni skipstjóra á Ebba AK enn hann var að koma í land með afla.
Eftir að Ebbi AK kom í land og Eymar prílaði uppá bryggju þá spurði ég hann hvað honum fyndist um þessa lokun.
"Galið"
" galið , alveg galið". var hans fyrsta svar. og bætti síðan við. " þetta bætir við sirka 2 til 3 klukkutímum við okkar útiveru á sjónum.". og hlær síðan og segir " ekki myndi það ganga að vera með 14 tíma regluna "
Já þessi róður sem Ebbi AK var að koma með var langur. báturinn fór frá Akranesi klukkan 0200 um nóttina frá Akranesi og kom til Reykjavíkur um kl 1630, löndun og fleira tók um 30 mín og var því Ebbi AK ekki kominn aftur á Akranes fyrr enn um 1730. semsé túr uppá 15 klukkutíma.
Athygli vakti að Ebbi AK var með undirmáls ýsu sem vanalega er sett í land og skráð sem VS afla og er það þá hafró afli. enn starfsmenn markaðarins í Reykjavík neituðu að taka við þeim afla og því var ekkert annað í stöðunni enn að henda þessari smáýsu í sjóinn aftur,
Þegar að löndun var lokið þá bakkaði Eymar báti sínum Ebba AK eins fljótt og hann gat frá Reykjavík og er það kanski lýsandi fyrir mikla ónægju hans af þessari lokun markaðins.
Akranes... risastór Snarfarahöfn
Þessi lokun fiskmarkaðirns á Akranesi er kanski lýsandi saga um dauða Akranes sem fiskihöfn og útgerðarstað. núna er Akranes að breytast í eina stóra Snarfarahöfn. semsé leguhöfn fyrir hina og þessa báta.
Hérna að neðan má sjá tölfu um hrun í lönduðum afla á Akranesi
Afli landaður í Október mánuði á Akranesi | ||||
Ár | Heildarafli tonn | Landanir | Fjöldi báta | Loðna |
2017 | 71,8 | 17 | 4 | 0 |
2012 | 62,1 | 50 | 8 | 0 |
2007 | 94,3 | 56 | 8 | 0 |
2004 | 997,6 | 150 | 20 | 0 |
1999 | 3408,8 | 175 | 26 | 2000 |
1997 | 14247,8 | 388 | 33 | 13021 |
1992 | 10050,1 | 495 | 57 | 8756 |
Afli landaður í Nóvember mánuði á Akranesi | ||||
Ár | Heildarafli tonn | Landanir | Fjöldi báta | Loðna |
2017 | 18,5 | 8 | 4 | 0 |
2012 | 94,9 | 50 | 7 | 0 |
2007 | 244,7 | 112 | 12 | 0 |
2004 | 1760,8 | 212 | 22 | 0 |
1999 | 4599,9 | 251 | 35 | 1387 |
1997 | 8780,8 | 359 | 52 | 7270 |
1992 | 6885,5 | 410 | 54 | 5161 |
Á fullu afturábak. Lýsandi mynd um skoðun Eymars á þessari lokun
Ebbi AK kominn inn í höfnina
Myndir Gísli Reynisson
P.s ekki gleyma svo að styðja við bakið á síðunni með því að fara á aflafrettir.com þið vitið hvað á að gera þar. takk