Andey GK vélarvana útaf Sandgerði, 2018

Það er búið að vera mikið fjör í Sandgerði núna það sem af er Janúar.


Margir bátar að landa þar og veiðin hefur verið nokkuð góð.    

Einn af þeim bátum sem hafa róið þaðan og gert það fínt er Andey GK sem að Bjössi er skipstjóri á.  Með  honum þá er Leifur að róa og saman hafa þeir tveir verið á Andey GK núna í nokkur ár.

Þeir fóru út í gær með 24 bala og lögðu línuna nokkrar mílur beint út af Sandgerði.  Þegar þeir voru búnir að draga alla línuna og voru að fara að undirbúa að sigla til hafnar þá  dró svo mikið niður í vélinni að Andey GK missti allt af, og var eins og eitthvað hefði komið í skrúfuna,

Bjössi skipstjóri sagði í Samtali við AFlafrettir að þegar kúplað var að til að sigla þá kæfði vélin á sér.   Kafað var undir bátinn og kom þá í ljós að ekkert var í skrúfunni.  .  

Bjössi kallaði eftir aðstoð og kom Rán GK á staðinn enn sneri við enda veður farið að versna.  kom þá Guðbjörg GK á staðinn og setti Andey GK í tog, enn tógið slitnaði oft og  náði svo björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein sem er staðsett í Sandgerði að koma og taka Andey GK í tog og draga hana til Sandgerðis.  


Bjössi sagði að enginn hætta hefði verið enda mikið af bátum á svæðinu enn veður fór versnandi.  og um 5 metra ölduhæð.    Uk borð í Andey GK voru 3 tonn af fiski og báturinn sjálfur er 42 tonn af þyngd

Bjössi vildi  koma á framfæri miklum þökkum til áhafnarinnar á Hannesi Þ. Hafstein fyrir mikla fagmennsku í vinnubrögðum sínum við að koma og taka bátinn í tog.  


Bjössi til vinstri og Leifur til Hægri bíða eftir tógi frá Guðbjörginni GK








Guðbjörg GK kominn með Andey GK í tog enn tógið slitnaði tvisvar








Sést vel þarna hæðarmunurinn á öldunni.
Myndi Ísak Óskarsson á Guðbjörgu GK



Tógið sem að Guðbjörg GK notaði enn slitnaði



Björgunarskipið Hannes Hafstein í Sandgerði



Hannes Þ.Hafstein við komuna til Sandgerðis með Andey GK.

Myndir Veigar Þór Gissuarsson