Andlátstilkynning, Stoðinn er fallinn frá, og er EINN

ég geri nú þetta ekki oft eða í raun mjög sjaldan.


en í könnun ársins sem mörg ykkar tóku þátt í þá var þar spurt um , 

hversu margir sjáum að skrifa efni á Aflafrettir.is og Aflafrettir.com

5% sögðu þrír

12% sögu tveir

og langflestir eða 83% sögu einn.

 Skilaboðin ykkar

 Ég fæ hundruð skilaboð frá ykkur lesendur góðir um allt sem tengist aflafrettir og í mörgum skilaboðanna

þá er skrifað " þið " sem þýðir að sá sem sendir skilaboðið telur að það sé hópur að vinna bakvið þessa síðu aflafrettir.is

en nei.  það er bara EINN.

 
 Einn bara Einn
já það er nefnilega málið,  ég Gísli Reynisson, sé um allt bæði á Aflafrettir.is og líka á ensku síðunni aflafrettir.com

þetta er ekki auðvelt því samhliða þessu þá þarf ég að reyna að afla tekna á síðunni 

því ég hef ekki neina markaðsdeild, eða fólk í vinnu hjá mér.  ég er bara aleinn í þessu öllu varðandi síðuna. 

enn hef gríðarlega mikinn metnað til þess að sinna þessu .

á fyrirtæki sem heitir því flotta nafni Aflafrettir rokka ehf, og samhliða þessu þá ek ég rútu um allt land

 Um allt land og evrópu.

Í  hvert skipti sem ég fer á rútu um landið sem og erlendis, þá er ég alltaf með tölvuna 

með mér og hef sinnt síðunni um allt Ísland sem og í mörgum löndum í evrópu.  

til dæmis, Belgíu, Hollandi, Þýskalandi, Danmörku, í ferjunni Norrænu, Bretlandi, Póllandi og víðar.

samhliða þessu þá hef ég síðan árið 1994 verið að safna saman aflatölum um alla íslenska báta og á aflatölur 

aftur til ársins 1894.   eitthvað af þessum hafið þið fengið að sjá lesendur góðir í flokknum " Gamlar Aflatölur " sem er á aflafrettir.is

þetta er náttúrlega hálfgerð klikkun að standa aleinn í þessu, en er reyndar með tæknimann sem hefur unnið bakvið tjöldin 

fyrir mig í 15 ár, og sá tæknimaður bjó til þessa síðu sem þú ert að lesa núna 

 Stuðningur
til þess að standa í svona sérstöku máli eins og er að gera þá skiptir stuðningur mig miklu máli

og sem betur fer þá eru þónokkur fyrirtæki sem hafa stutt við bakið á mér bæði það sem þið sjáið á aflafrettir

og líka fyrirtæki sem þið ekki sjáið.

Töluvert um einstaklinga hafa stutt við bakið á mér með peningaupphæðum og þeir verða ekki nafngreindir hérna

enn ég fæ alltaf spurningu um hvernig er hægt að styrkja mig, 

og það er hægt með þessu hérna.  Kennitala mín:  200875-3709, og bók 0142-15-380889

og einn af þeim sem hafa stutt endalaust við bakið á mér 

Pabbi minn

er faðir minn Reynir Sveinsson.    

Faðir minn hefur fylgst með grúski mínu síðan ég byrjaði á því og hann sá hversu mikinn metnað ég lagði í þetta grúsk mitt með

aflatölurnar, og eftir að ég stofnaði Aflafrettir.is árið 2007 þá hefur í tugum skipta verið vitnað í aflafrettir.is með margt efni hjá öðrum fjölmiðlum, 

og faðir minn lét mig alltaf vita af því þegar svo bar við, og var mikið stoltur 

 Fallinn frá.

en núna  er þessi mikla stoð í lífi mínu, faðir minn Reynir Sveinsson látinn.  

hann lést þann 21.janúar árið 2024, og hefur þetta tekið gríðarlega á mig  mikið á útaf fráfalli hans.

þið sáuð það t.d hérna á aflafrettir.is að það var ekkert gert á síðunni í 3 daga.

jarðaför pabba míns verður 1.febrúar kl 1400 í Sandgerðiskirkju.
 
 Halda áfram
og það er ógurleg eftirsjá af föður mínum því það verður erfitt að reka síðuna án hans andlega baklands

enn ég ætla mér  að halda síðunni aflafrettir.is og aflafrettir.com áfram því ég veit að 

faðir minn hefði aldrei tekið það í mál að ég hefði hætt með síðuna.  

Það gæti komið upp sú staða næstu daga fram að jarðarför föður míns að þið sjáið engar

fréttir hérna á aflafrettir, en þið vitið ástæðuna.

kveðja
Gísli Reynisson


ég gísli til vinstri og faðir minn Reynir SVeinsson til hægri