Andvari VE 100, mikil sjósókn,1982

Það er kominn dálítill tími síðan ég skrifaði smá aflatölufrétt aftur í tímann.  


Eins og vetrarvertíðin 1981 var algjört met eins og ég hef gefið ykkur smá sýnishorn af þá var vertíðin 1982, góð enn ekkert í líkingu við vertíðina 1981.

Mars mánuður 1982 virðist hafa verið ansi góður mánuður til róðra því bátar réru mikið og einn af þeim bátum sem réru langt yfir 20 róðra var Andvari VE 100.

Þessi bátur er ennþá til í dag og heitir Drífa GK og er á sæbjúguveiðum,

Kíkjum á mars mánuð hjá Andvara VE 100 árið 1982, enn þá var sjósókn mikil og veiði bátsins fram undir 15 mars var góður enn dró verulega úr veiðinni eftir það.

Vika númer 1.  frá 1 til 6 mars.
báturinn réri alla þessa sex daga í mars og landaði 71,1 tonni  eða 11,8 tn í róðri,

Vika númer 2. frá 7 til 13 mars.

Þessi vika var algjört mok, og var þarna uppistaðan í aflanum ufsi.  landaði Andvari VE 142,1 tonni í 6 róðrum eða 23,7 tonn í róðri.  Þarna kom líka einn risatúr því 11 mars þá landaði báturinn 42 tonnum og af þeim afla þá var ufsi um 36 tonn.  

Vika númer 3. frá 14 til 20 mars,
Hérna er aflinn strax farinn að minnka enn þeir halda áfram að sækja mikið,  lönduðu 54,4 tonnum í 6 róðrum eða 9,1 tonn í róðri,

Vika númer 4 frá 21 til 27 mars.
Hérna er aflinn ennþá minni, enn Andvari VE landaði 37,9 tonnum í 5 róðrum eða 7,6 tonn í róðri,

Vika númer 5  frá 28 til 31 mars,.

Þessa viku í mars sem einungis telur 4 daga þá landaði Andvari VE 30 tonnumí 2 róðrum ,

Engu að síður gat áhöfnin á Andvara VE sem var ekki nema um 100 tonna bát verð sáttir við mánuðinn því samtals landaði báturinn 344,4 tonnum í 26 róðrum eða 13,2 tonn í róðri,

Andvari VE Mynd Tryggvi Sigurðsson