Anna EA. Öllum sagt upp. ,2019

Samherji keypti árið 2013 einn stærsta línubát sem hefur verið á Íslandi.


var hann keyptur frá Noregi og var nokkuð sérstakur bátur, því að hann dró línuna í gegnum brunn í miðjum báti, 

enn ekki í gegnum lúgu á síðunni eins og allir hini línubátarnir gera.

Fékk þessi bátur nafnið Anna EA 

Reyndar er báturinn ekki skráður í eigu Samherja, heldur er hann skráður í eigu Sæból Fjárfestingafélag

Eiríkur S jóhannsson er stjórnarformaður þess félags,

Undanfarin 2 ár þá hefur báturinn stundað grálúðunetaveiðar með nokkuð góðum árangri,

Nú hefur Samherji ákveðið að segja upp allri áhöfn bátsins eða 18 skipverjum .

Smári Rúnar Hjálmtýsson skipstjóri á Önnu EA sagði í smá samtali við Vísi.is að kominn væri tími á mjög miklar viðgerðir á bátnum 

t.d þarf að laga stöðugleikan, og vélarútekt.  kostnaður uppá tugi milljóna króna,

engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort farið verður í lagfæringar á bátnum 


Anna EA mynd Grétar Þór.