Anna EA. Stærsti netabátur Íslands,,2018

Stærsti línubátur íslands er Anna EA 305 og hann er líka eini línubáturinn á landinu sem dregur línuna í gegnum brunn sem er í miðjum báti,


Undanfarna daga þá hefur báturinn legið í Njarðvíkurhöfn sem er frekar óvenjulegt því að báturinn landar aldrei afla þar,

svo hvað er þá Anna EA að gera eiginlega í  Njarðvíkurhöfn,

Undanfarin sumur þá hefur Samherji leigt netabátinn Erling KE yfir sumarið til þess að veiða grálúðu í net

hefur það gengið mjög vel 

og núna ætla þeir að senda Önnu EA á grálúðunetaveiðar 

Unnsteinn Líndal Jensson skipstjóri á Önnu EA sagði  í stuttu samtali við Aflafrettir að netin yrðu dreginn inn í bátinn í gegnum síðuna og að bæði netabúnaður og línubúnaður verður um borð,

að þessu sinni þá verður aflinn ekki frystur um borð heldur ísaður og landaður til vinnslu á Dalvík.  

Verður fróðlegt að sjá hvernig Önnu EA mun ganga á netaveiðum enn Anna EA er þar með orðin langstærsti netabátur landsins




Munur á netabátunum.  Þorsteinn ÞH einn af elstu netabátum landsins og elsti eikarbáturinn sem er gerður út út Anna EA risanetabátur og línubátur þarna í bakgrunni


Myndir Gísli Reynisson