Annar risatúr hjá Kirkellu,,2017

Það var greint frá því hérna á Aflafrettir um risaafla hjá Kirkellu sem er skráður í Hull enn er að hluta til í eigu Samherja. 



Núna er Kirkella búinn að landa aftur í Noregi og var þessi túr 34 daga á sjó höfn í höfn og kom togarinn með í landa 1826,4 tonn miðað við óslægt.  þetta gerir um 54 tonn á dag,

af þessum afla þá var þorskur uppistaðan eða um 1800 tonn.  

Þessum afla var landað í tromsö.

hefur því Kirkella landað um 4300 tonnum í síðustu tveimur túrum.


Kirkella Mynd Roar Jensen