Ansi sérstakur bátur VAREID í Noregi,2015

Kíkjum aðeins til Noregs.


Þar er metrakerfið við lýði og eru það annars vegar bátar upp að 11 metrum á lengd og hinsvegar upp að 15 metrum að lengd,

Þessir 15 metra bátar eru nokkrir hverjir ansi furðulegir útlit,

Hérna kemur einn sem er frekar nýr bátur.

Heitir þessi bátur VAREID og er gerður út af RH FISK INVEST AS sem er staðsettur í bænum Væröy sem er á samnefndri eyju.

Þessi bátur er ansi sérstakur útlit svo ekki sé meira sagt.  hann er 14,99 metrar á lengd enn 6,6 metrar á beidd og með 520 hestafla aðalvél.  Smíðaður árið 2013.

Vareid er með gríðarlegan mikinn kvóta 982 tonna ýsukvóta norðan við 62 breiddargráðu, 20 tonna rækjukvóta, 315 tonna þorskkvóta, 129  tonna ufsakvóta norðan við 62 breiddargráðu og 400 tonna ufsakvóta sunnan við 62 breiddargráðu, samtals eru þetta því um 1900 tonna kvóti á þennan litla bát.

Ekki er nú báturinn búinn að veiða mikið upp í þennan risa ýsukvóta því báturinn hefur aðeins landað 175 tonnum af ýsu. auk þess 29 tonn af ufsa og 383 tonn af þorski,

Nyjsta löndunin hjá bátnum var 7 nóvember 1,5 tonn.  

Vareid Mynd Frode Adolfsen

Mynd Elfar Johannes Eiriksson