Appelsínugul ýsa hjá Onna HU,,2017
Á þessari síðu þá höfum við fylgst með því þegar að skipstjórinn og útgerðarmaðurinn Guðmundur Erlingsson stækkaði litla sómabátinn sinn sem var um 6 brl að stærð yfir í margfalt stærri bát, nefnilega dragnótabátinn Svan KE sem er 66 bt stálbátur, og skírði hann Onna HU.
núna nýverið þá fékk áhöfnin á Onna HU sem var á veiðum vestur af Skallarifi á 80 faðma dýpi ansi sérkennilega ýsu.
þessi ýsa sem var stór og myndarleg var nefnilega appelsínugul á litinn, og leit út eins og liturinn á karfa.
AFlafrettir höfðu samband við Jónbjörn Pálsson fiskifræðing hjá Hafrannsóknarstofnun. Jónbjörn sérhæfir sig í sjaldgæfum fiskum og hans svar við þessari appelsínugulu ýsu var eftirfarandi.
Alltaf öðru hverju fréttist af afbrigðilegum lit á fiskum, oftast grálúðu, karfa og ýsu, en einnig öðrum tegundum. Þannig eru einstaka grálúður appelsínugular, karfar brúnsvartir og ýsur bleikar eða fölhvítar. Þetta stafar af galla í litfrumum fiskanna, efnið sem þær framleiða og gefur fiskunum sinn dæmigerða lit er ekki alveg rétt
Myndir Guðmundur N Erlingsson
Onni HU áður Svanur KE